Skip to main content
Geðheilbrigðismál

Vernd­ar minn­ing­una með því að lifa

By apríl 29, 2017No Comments

„Ástæðan fyr­ir því að mig lang­ar að segja þessa sögu er að núna ætla ég að ganga úr myrkr­inu í ljósið. Það eru 20 ár síðan þetta gerðist, núna í des­em­ber, og ég hef verið að vinna úr þessu all­ar göt­ur síðan. Ástæðan fyr­ir því að ég geng núna og ákveð að tala um þetta er að ég vil beina at­hygl­inni að eft­ir­lif­end­um og hversu hrika­lega flók­in, sárs­auka­full og átaka­mik­il úr­vinnsl­an er í þessu sorg­ar­ferli sem er svo ólíkt öðrum sorg­ar­ferl­um,“ seg­ir Sig­ur­björg Sig­ur­geirs­dótt­ir stjórn­sýslu­fræðing­ur sem missti eig­in­mann sinn, Sig­ur­stein Gunn­ars­son, þegar hann svipti sig lífi árið 1997.

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir fyrir utan æskuheimli Sigursteins við Óðinsgötu þar sem ...Sig­ur­björg ætl­ar aðfar­arnótt 6. maí að ganga „Úr myrkri í ljósið“ en Pieta á Íslandi stend­ur fyr­ir 5 kíló­metra göngu úr næt­ur­myrkri inn í dagrenn­ingu til að minn­ast þeirra sem hafa tekið líf sitt og fyr­ir þá sem hafa öðlast von. Sjálf öðlaðist hún von.

Kom öll­um á óvart

Frá­fall Sig­ur­steins kom öll­um sem þekktu hann mjög á óvart, enda hafði hann verið lífs­glaður og fyllt líf sinna nán­ustu af gleði. Þau hjón­in voru ákaf­lega náin og Sig­ur­bjarg­ar beið þarna sú stærsta áskor­un sem hún hef­ur tek­ist á við; að sætta sig við að maður­inn sem hún elskaði kaus að fara á þenn­an hátt og fá í raun aldrei full­nægj­andi skýr­ing­ar á láti hans, í það minnsta ekki beint frá hans brjósti.

„Hon­um gekk vel í skóla og var afar skap­andi, alltaf með fullt af krökk­um í kring­um sig og hafði mikið frum­kvæði að alls kon­ar leikj­um og bún­inga­gerð. Á unglings­ár­um byrjaði hann að mála mynd­ir og spila á gít­ar,  síðar vor­um til dæm­is sam­an í hljóm­sveit sem kallaðist Rokk og co. Það var sama hvar hann var, hvort sem var í Miðbæj­ar­skól­an­um, Aust­ur­bæj­ar­skóla eða MR, hann var alltaf í góðum fé­lags­skap og upp­á­hald kenn­ara sinna. Þá lagði hann sig fram um  að halda fjöl­skyld­unni sam­an og var leiðandi í því að skapa gleði í fjöl­skyld­unni, hafa þorra­blót og fjöl­skyldu­hátíðir. Þess vegna er sag­an svo­lítið óvænt og mörg­um óút­skýrð, þótt ég sjálf hafi fundið mín­ar skýr­ing­ar,“ seg­ir Sig­ur­björg í viðtali sem birt­ist í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins þar sem hún fer yfir sögu þeirra sam­an og at­b­urði þess­ar­ar ör­laga­ríku næt­ur í des­em­ber 1997.

Sæng­in óhreyfð

„Við höfðum deg­in­um áður verið að njóta jól­anna hér í miðborg­inni. Dag­inn eft­ir átt­um við von á fullt af fólki í pip­ar­kök­ur og súkkulaði sem hann lagaði eft­ir upp­skrift móður sinn­ar. Við fáum okk­ur kvöld­verð, höfðum farið til Ástr­al­íu um sum­arið í ráðstefnu­ferð þar sem við kynnt­umst áströlsk­um vín­um og vor­um með fín­an kvöld­verð fyr­ir okk­ur tvö og vor­um að prófa okk­ur áfram með ým­iss kon­ar áströlsk vín. Síðan för­um við bara að horfa á sjón­varpið og ég man að það voru tvær mynd­ir. Fyrri mynd­in held ég að hafi ör­ugg­lega verið For­est Gump. Þegar næsta mynd byrj­ar sofn­ar hann aðeins, vakn­ar svo og fer niður og út­býr fyr­ir okk­ur koní­ak í súkkulaði. Síðan sofna ég fyr­ir fram­an sjón­varpið, vakna þegar komið er langt inn í miðja mynd. Sig­ur­steinn er að horfa á mynd­ina og hund­ur­inn okk­ar Grett­ir er þarna hjá okk­ur. Ég segi að ég ætli að fara inn í rúm og bið góða nótt. Allt ósköp venju­legt.“

Klukk­an fimm um nótt­ina vakn­ar Sig­ur­björg við að sæng Sig­ur­steins er óhreyfð í rúm­inu og ljós­in eru kveikt frammi.

„Ég hugsa með mér að núna hafi hann sofnað aft­ur fyr­ir fram­an sjón­varpið. En þegar ég kem fram er hann ekki þar. Stund­um kom fyr­ir að sjúk­ling­ar hans lentu í ein­hverj­um vand­ræðum og ef það var sér­stak­lega slæmt fór hann og sinnti þeim. Það er því það fyrsta sem mér dett­ur í hug, að hann hafi farið niður á tann­lækna­stofu. Það hafi kannski ein­hver bara hringt og ég ekk­ert vaknað við það. En þetta var samt mjög óvenju­legt, að vakna upp og hann ekki í hús­inu, það hafði aldrei gerst áður. Af því að ef hann hafði þurft að fara, þá lét hann mig vita.

Andaði að sér klóró­formi

Mér fannst þetta eitt­hvað skrýtið svo að ég ákvað að fara niður á tann­lækna­stof­una hans í Suður­götu. Hann hafði ekki farið á bíln­um svo að ég fór á bíln­um niður eft­ir. Ég legg bíln­um í bíla­geymsl­unni og þegar ég kem upp sé ég í gegn­um hurðarrif­urn­ar að það er ljós inni hjá hon­um og hugsa strax með mér: Jæja, hann hef­ur bara þurft að fara í út­kall. Ég opna hurðina, geng fyr­ir horn og sé fæt­ur hans í sóf­an­um á biðstof­unni. Ég tel að hann hafi sofnað þarna.“

Sig­ur­björg geng­ur fyr­ir hornið og sér þá hvers kyns var.

„Sig­ur­steinn hafði notað aðferð sem all­ir lækn­ar og tann­lækn­ar þekkja. Það var aðferð sem krafðist þess að hann þurfti að halda út. Fólk seg­ir stund­um; þetta var gert í brjál­semi, stund­ar­brjálæði. Þetta var ekki gert í stund­ar­brjálæði. Hann hafði andað að sér klóró­formi í svört­um plast­poka sem hann var með yfir höfðinu. Það tek­ur tíma að láta slíkt virka, hann hefði getað snúið ákvörðun sinni við.

Reyndi að hnoða og blása

Ég ríf plast­pok­ann af hon­um og hrópa; „Steini, Steini“ og ég finn að hann er ennþá heit­ur. Ég byrja að blása og hnoða og blása og hnoða og kalla á hann, því mér fannst ein­hvern veg­inn eins og hann væri þarna ennþá. Mér fannst að hann hlyti að vera þarna. Ég hringi í 112 og segi þeim að maður hafi reynt að taka líf sitt – komiði strax. Ég held áfram að blása og hnoða og man svo allt í einu að ég þarf að hlaupa niður og opna fyr­ir neyðart­eym­inu, það var svo margt sem þurfti að gera  á fá­ein­um sek­únd­um. Þarna niðri fannst mér kom­inn múgur og marg­menni við hurðina; það var neyðart­eymið, lög­regl­an, rann­sókn­ar­lög­regl­an og svo prest­ur.

Á nokkr­um mín­út­um fannst mér biðstof­an orðin full af fólki og ég missti al­gjör­lega alla stjórn á kring­um­stæðum. Ég bara horfi á þá setja hann í hjart­astuðtæki og alls kon­ar rör og píp­ur komn­ar í hann. Mér fannst þetta orðið svo óraun­veru­legt, ég var hætt að tengja við þetta. Ég sá bara fæt­ur hans, hvernig þeir hent­ust til í þess­um til­raun­um við að lífga hann aft­ur við. Lög­regl­an reyndi að taka mig afsíðis og ég segi; Heyriði, er þetta ekki ör­ugg­lega draum­ur? Er þetta ekki bara draum­ur? Ég var búin að segja þetta ég veit ekki hvað oft og þá sagði einn lög­reglumaður­inn við mig; „Sig­ur­björg, þetta er ekki draum­ur.“

Eng­in skila­boð – eng­ar skýr­ing­ar

Þetta var ekki draum­ur og bráðlega var ljóst að þetta var búið. Sig­ur­steinn var dá­inn og eng­in skila­boð, eng­ar skýr­ing­ar, ekk­ert sem Sig­ur­björg gat fest hönd á.

„Þá hófst þessi hrika­lega, hrika­lega þrauta­ganga að fara og segja fjöl­skyld­unni þetta. Ég fór fyrst til mömmu en henni þótti óskap­lega vænt um þenn­an mann. Meðan ég var í nám­inu úti var hann heima­gang­ur á heim­ili henn­ar og bróður míns, hann var nán­ast eins og son­ur henn­ar og það var mér hræðilega erfitt að færa henni þessi tíðindi.“

All­ir í rann­sókn­ar­leik

Sigursteinn Gunnarsson lést 44 ára gamall.Ótíma­bær dauði ungra manna var því miður eitt­hvað sem Sig­ur­björg og móðir henn­ar voru ekki að kynn­ast í fyrsta sinn. Sig­ur­björg þekkti sorg­ina en þessi sorg var allt öðru­vísi. Hún var að verða 5 ára þegar faðir henn­ar lést úr bráðahvít­blæði, 41 árs frá 5 börn­um.

„Móðir mín var þá 33 ára göm­ul og að sjá móður mína fara í gegn­um þessa sorg og okk­ur öll var skuggi sem fylgdi bernsku minni alla tíð. Yngri bróðir minn dó líka ung­ur, 22ja ára, en hann var einn af þeim fyrstu sem dóu hér á landi úr al­næmi. Ég er búin að kynn­ast dauðanum oft, tengda­for­eldr­ar mín­ir, afar og ömmu, nán­ir vin­ir farið úr krabba­meini en það er ekk­ert eins flókið og það að vinna úr sorg sem er svona til­kom­in. Ekk­ert af þessu sem ég hef upp­lifað er þessu líkt og nú skal ég segja þér hvers vegna það er svona gíg­an­tískt flókið.

Það er vegna þess, sem ég átti alls ekki von á. Mér brá svo að þegar ég fór að taka á móti fólk­inu mínu, vin­um og kunn­ingj­um, fannst mér all­ir allt í einu komn­ir í ein­hvern rann­sókn­ar­lög­reglu­ham.

„Hvað var þetta?!!“ „Var hann þung­lynd­ur – var áfengi?“ „Voru pen­inga­vand­ræði?“ „Var ann­ar maður í spil­inu?!“

All­ar þess­ar spurn­ing­ar sem dundu á mér í vik­un­um á eft­ir ein­hvern veg­inn yfirskyggðu það sem ég þurfti mest á að halda, að fá að syrgja hann og fá hreina samúð. Við höfðum verið svo mikl­ir vin­ir, alltaf staðið sam­an, töluðum alltaf vel hvort um annað og bökkuðum hvort annað alltaf upp.

Það var því svo nýtt að heyra fólk tala þannig við mig eins og ég hlyti að vita eitt­hvað sem ég þó ekki vissi og skildi í raun og veru ekki sjálf.

Og viðbrögð mín við þessu voru þau að ég ákvað að standa með hon­um og lokaði mig af. Standa með hon­um og verja hann. Ástæðan var sú að mér fannst ein­hvern veg­inn eins og all­ar þess­ar spurn­ing­ar sem á mér dundu um hann, hvað þetta gæti verið og af hverju – mér fannst ein­hvern veg­inn eins og það væri verið að taka frá mér minn­ingu um þetta 25 ára sam­band.

Þetta var gott hjóna­band og við lifðum góðu lífi. Allt í einu fannst mér eins og það væri dregið í efa og það sem mér fannst líka mjög óþægi­legt við þetta er það að ég hafði eng­an ann­an til vitn­is um heim­il­is­lífið okk­ar, ég var ein eft­ir.“

Þrennt sem hélt í 

Eft­ir­lif­end­um er sam­kvæmt allri töl­fræði sér­stak­lega hætt við að fara sömu leið; að binda enda á líf sitt.

„Ég hef oft hugsað um það, af hverju ég hafi svo ekki bara gert þetta líka, því auðvitað kom það upp í huga minn, að ég ætlaði bara að ljúka þessu. Ég hélt hjá mér búnaði til að geta endað lífið eins og hann og hug­leiddi það að það væri ekk­ert sem héldi í mig hérna. Ég hafði ekki einu sinni neinn með mér til að rifja upp heim­il­is­líf okk­ar. Þetta líf sem ég átti með þess­um manni var bara farið. Og ég get sagt þér að ég hef kom­ist að niður­stöðu um það, eft­ir þessi 20 ár, af hverju ég gerði það ekki. Þar  er þrennt sem stend­ur upp úr.

Í fyrsta lagi þá hugsaði ég með mér: Ef hann var svona góður maður, ef við átt­um svona gott líf sam­an – hvers kon­ar vitn­is­b­urður um okk­ar líf er það ef ég vel það að fara svo á eft­ir hon­um? Ég heyrði fólk segja: Hvernig gat hann gert henni þetta og mér fannst svo erfitt að heyra það því hann hafði gefið mér svo mikið. Ég vildi ekki taka und­ir þessa ásök­un með því að fara á eft­ir hon­um. Og ég hugsaði með mér: Nei, ég ætla að standa með hon­um. Ég ætlaði ekki að halda í annað en bara ein­hverj­ar góðar minn­ing­ar og þakk­læti fyr­ir allt sem hann gaf mér. En hann gaf mér al­veg svaka­lega áskor­un líka en ég hef aldrei ásakað hann. Ég get ekki hugsað mér að skilja þannig við hann, aldrei.“

Eng­in venju­leg sorg

„En þegar ég lá all­ar þessa löngu næt­ur og grét úr mér lung­um og lif­ur í ang­ist­inni að vera búin að missa hann þá fór ég allt í einu að segja við sjálfa mig; ég vildi að það væru liðin fimm ár. Ég vildi að það væru liðin 10 ár, þá væri ég kannski kom­in eitt­hvað lengra með þetta, búin að vinna úr þessu. Um leið og ég fór að hugsa svona fann ég hvernig mín eðlis­læga for­vitni kviknaði. Ég fór að velta fyr­ir mér hvað myndi nú taka við í lífi mínu. Hvers kon­ar lífi ég kæmi til með að lifa. Og eft­ir því sem ég hugsaði þetta meir því for­vitn­ari varð ég. Ég vildi sjá hvernig þetta færi og það dreif mig áfram. Og ég hugsaði með mér að nú ætlaði ég að finna mér eitt­hvað sem væri ekki hægt að taka frá mér og það var að sækja mér meiri mennt­un. Pabbi far­inn, bróðir minn, eig­inmaður, margt fólk. Það er hægt að taka svo margt af manni en ekki mennt­un­ina. Og þá fædd­ist sú ákvörðun að fara í meira nám.

Þriðja atriðið er að ég gat ekki hugsað mér að mamma yrði að sjá á bak öðru barni. Ég vildi ekki leggja þessa kvöl á nokk­urn mann.

Ég fann að þetta var eng­in venju­leg sorg og það var erfitt fyr­ir mig að stytta mér ein­hverja leið í henni. En ég gat ekki bara setið ein yfir þessu og verið að hugsa um þetta allt aft­ur og aft­ur.“

Sú ákvörðun að fara út í nám varð upp­haf­lega til niðri á Þjóðhags­stofn­un. Sig­ur­björg var þá yf­ir­maður öldrun­ar­mála í Reykja­vík­ur­borg og var að und­ir­búa skýrslu fyr­ir for­sæt­is­ráðuneytið og þingið um öldrun­ar­mál.

„Ég var að vinna að þessu með Sig­urði Snæv­arr hag­fræðingi og hann sagði við mig þar sem ég var kom­in stuttu eft­ir lát Sig­ursteins í vinn­una: „Sig­ur­björg, hvað ert þú að gera hérna? Nú eru tíma­mót hjá þér, þú átt að fara og læra eitt­hvað meira. Ég skal út­vega þér viðtal hjá London School of Economics. Hugsaðu bara um þig núna.“ Í raun og veru hafði Sig­ur­steinn sagt þetta líka. Þannig að þá verður sú ákvörðun til og ég enda á að taka fyrst meist­ara­nám í LSE og hellti mér síðan í doktors­nám þar.“

Styrkti sig lík­am- og vits­muna­lega

Þegar Sig­ur­björg fór af land­inu fór hún með búnaðinn sem hún hafði komið sér upp til að nota ef hún skyldi gef­ast upp til heim­il­is­lækn­is­ins síns.

„Það var þarna sem ég valdi lífið. Og ég sagði henni það, að ég ætlaði að lifa. Ég ætlaði bara að vona að lífið væri svo­lítið meira í mín­um hönd­um núna. Ég fór út haustið 1998. Ég hafði þá hafið mjög stranga lík­amsþjálf­un sem gaf mér endorfín sem ég held að hafi hjálpað mér. Og ég fór að hjóla. Hjólaði eins og vit­laus mann­eskja upp og niður með Thamesá,  niður til Bright­on og upp í Cambridge, ég hjólaði og hjólaði. Ég var svo ákveðin að ég hætti að vera hrædd við um­ferðina. Ég sagði bara: Ég ER um­ferðin. Ég kom mér fyr­ir á miðlín­unni­og hjólaði á miðri götu. Ég var orðin svaka­lega vel á mig kom­in lík­am­lega en var líka að láta reyna á mig vits­muna­lega í mjög erfiðu námi.

Hjónin Sigursteinn og Sigurbjörg saman á góðri stundu. Hundurinn Grettir ...

Ein­hverj­ir myndu kalla þetta flótta. En hvað á maður að gera við þess­ar aðstæður? Ég gat ekki flúið neitt. En hitt er annað mál að ég fann alltaf að ég gat ekki kom­ist neitt áfram með sorg­ina nema bara skref fyr­ir skref í einu. Og mín leið út úr þessu var að örva mig vits­muna­lega, örva getu mín til að vinna með hug­mynd­ir, leysa úr flókn­um spurn­ing­um með fræðileg­um verk­efn­um. Og styrkja mig lík­am­lega. Ég fór í mjög lang­ar hjóla­ferðir niður í gegn­um Evr­ópu sem kröfðust rosa­legs út­halds, hljóp mitt fyrsta maraþon árið 2003 og ég er búin að vera að hlaupa all­ar göt­ur síðan.“

Þetta gerði Sig­ur­björgu sterka aft­ur.

„Þetta sýndi mér að það eru ein­hverj­ir hlut­ir í lífi manns sem er hægt að hafa stjórn á. Meðan það eru mjög marg­ir aðrir sem ég hef ekki á mínu valdi. En maður hef­ur alltaf eitt­hvert val hvernig maður bregst við og hvað maður ger­ir við líf sitt. Ég bjó þó við þau for­rétt­indi að við átt­um þetta hús, ég átti tann­lækna­stof­una hans og gat fjár­magnað næstu 10 ár í lífi mínu. Móðir mín hafði ekki þetta sama val. Ég gat valið mína áskor­un, þær eru allt of marg­ar áskor­an­irn­ar sem maður fær engu ráðið um og maður hef­ur áttað sig á því eft­ir, hvað get ég sagt, ýms­ar ógn­ir við heilsu mína. Ýmis erfið veik­indi sem ég hef lent í síðustu árin, þar sem ég fékk meðal ann­ars heila­himnu­bólgu og í Bretlandi lenti ég í al­var­legu hjól­reiðaslysi þar sem ég höfuðkúpu­brotnaði. Ég er því mjög ein­beitt í að halda heilsu, vera í góðu formi og halda ein­hverju inni­halds­ríku í koll­in­um á mér til að vinna með og fylla líf mitt af því.“

Viðtalið við Sig­ur­björgu birt­ist í heild sinni í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins sem kem­ur út helg­ina.