Skip to main content
Fréttir

Vel heppnaður Jólabasar

By desember 1, 2015No Comments

Það var góð sala á Jólabasarnum sem Hugarafl hélt í Kringlunni á fyrsta degi aðventu.  Þar var ýmislegt jólatengt á boðstólnum sem meðlimir Hugarafls hafa verið að vinna að síðustu misserin.  Mest sala var í brauði og kökum og kláraðist nær allt matarkyns.  Gestir Kringlunnar nældu sér líka í kransa, jólakort og jólaseríur svo eitthvað sé nefnt.  Ekki hefur verið tekið endanlega saman hversu mikið safnaðist en ljóst að það er talið í tugum ef ekki hundruðum þúsunda.

En við erum ekki hvergi nærri hætt að selja jólavarning.  Hægt verður að kaupa jólaseríur, kransa og jólakortin okkar í gegnum netið.  Svo er líka fyrirhugað að vera með opinn laugardag í Hugarafli sem verður auglýstur betur síðar ef af verður.

Hugarafl vill þakka þeim fjölmörgu Kringlugestum sem komu við á basarnum hjá okkur á sunnudaginn.  Hvort sem það var til þess að kíkja á varninginn, þiggja hjá okkur konfekt eða fræðast um þá góðu starfsemi sem unnin er í Hugarafli.  Jafnframt eiga allir þeir sem komu að undirbúningi og lögðu fram vinnu sína skilið miklar þakkir fyrir vel unnin störf.  Margar hendur vinna létt verk.