Skip to main content
FjarfundirFréttir

Veita 55 milljón króna styrk til að auka þjónustu við við­kvæma hópa

Mikið erum við þakklát og heppin með skilninginn í garð okkar starfs sem og annarra félagasamtaka sem eru að veita mikilvæga þjónustu til viðkvæmra hópa sem gjarnan hafa sætt jaðarsetningu.

„Ás­mundur Einar Daða­son, fé­lags- og barna­mála­ráð­herra, hefur nú veitt 28 fé­laga­sam­tökum styrk til að auka þjónustu við við­kvæma hópa í bar­áttunni við CO­VID-19 far­aldurinn. Styrkurinn hljóðar upp á 55 milljón krónur en miklar raskanir hafa verið í sam­fé­laginu vegna far­aldursins, ekki síst fyrir við­kvæma hópa.

„Það er er aukið álag á sam­fé­laginu öllu um þessar mundir og þá ekki síst hjá við­kvæmum hópum sam­fé­lagsins. Kvíði og streita getur aukist í tengslum við sam­komu­bann, efna­hags­legar á­skoranir og minna að­gengi að stuðnings- og þjónustu­kerfum, og við vitum að fé­laga­sam­tök gegna gríðar­lega mikil­vægu hlut­verki þegar kemur að þjónustu við marga við­kvæma hópa,“ sagði Ás­mundur Einar um málið.

Mark­miðið með styrkjunum er að bregðast við auknu á­lagi hjá félagasamtökunum og gera þau betur í stakk búin til að til að veita fólki stuðning og ráð­gjöf í ljósi stöðunnar. „Við viljum tryggja það að þau geti haldið sínu góða starfi á­fram á þessum krefjandi tímum, enda eru þau mikil­vægur hlekkur í keðjunni,” sagði Ás­mundur að lokum.“ 👇

https://www.frettabladid.is/frettir/veita-55-milljon-krona-styrk-til-ad-auka-thjonustu-vid-vidkvaema-hopa/?fbclid=IwAR0gC9zgTuIP5z5_Afb76yH3QVxNtRLj3yxrLpkxXyIhb_t3wMEA2W8qH0E