FréttirGeðheilbrigðismál

Úr myrkrinu í ljósið á Hringbraut í kvöld

Unghuginn Salný Sif Júlíusdóttur Hammer og Jóhanna María Eyjólfdóttir, formaður Pieta Ísland, verða meðal gesta í Fólki með Sirrý á Hringbraut í kvöld klukkan 20:00.  Þar segja þær frá sinni reynslu og frá göngunni úr myrkinu í ljósið.

Hægt er að skrá sig í gönguna sem verður aðfaranótt laugardags á  www.pieta.is
Einnig er tekið á móti skráningum í Hugarafli (Borgartúni 22, 2. h.) miðvikudag 11:00 -16:00 og föstudag 9:00-16:00. Svo verður líka opið fyrir skráningar í gönguna í húsnæði KFUM og K fyrir gönguna.  Húsið opnar kl 02:00.  Hægt verður að greiða skráningargjaldið með korti – posi verður á staðnum.

Skráningum lýkur kl. 03:30
Þátttökugjald:
Fullorðnir: 3500
Nemar/ellilífeyrisþegar/atvinnulausir/örykjar: 2100
Fjölskylda (2 fullorðnir og börn/unglingar 15-17): 9115
Hópur (5 eða fleiri): 2800 á mann
Börn 14 ára og yngri greiða ekki skráningargjald en verða að vera í fylgd með fullorðnum.