Skip to main content
Fréttir

„Unge i Norden“

By nóvember 2, 2016No Comments

IMG_075327.október var haldið málþing í Norræna húsinu og vinnusmiðja daginn eftir á vegum Vinnumálastofnunar og Nordens velfærscenter. Málþingið var nokkurs konar lokaáfangi norræns verkefnis sem heitir Unga in i Norden – Andleg heilsa, menntun og atvinnuþátttaka. Afrakstur verkefnisins voru margar góðar skýrslur og greinar sem þið getið kynnt ykkur á heimasíðu þess http://www.nordicwelfare.org/Projekt/Unga-i-Norden/ Í skýrslum má finna skýrar niðurstöður og tillögur um hvað samfélögin á Norðurlöndunum þurfa að gera til að bæta velferð ungra Norðurlandabúa.

Á vinnusmiðjunni var góður hópur mættur til leiks og mjög góðar umræður sköpuðust og niðurstöður vel skráðar. Niðurstöður verða síðan birtar seinni part árs 2017. Þátttakendur voru blandaður hópur af fólki frá heilbrigðiskerfi, skólakerfi, félagsmálakerfi auk fleiri aðila sem koma að þjónustu við ungt fólk. Við frá Hugarafli og Unghugum tókum mjög virkan þátt og má segja að unga fólkið okkar hafi „slegið í gegn“. Rödd þeirra heyrðist afskaplega vel, þau lögðu mikið af mörkum og fundargestir voru afar þakklátir þeirra framlagi. Lidija Kolouh-Söderlund verkefnisstjóri hjá Nordens välfärdscenter var þakklát og glöð með þeirra þátttöku og taldi Hugarafl/Unghuga geta verið góða fyrirmynd af því sem nýta á til að bæta þjónustu við ungmenni á Íslandi og víðar.

Við munum að sjálfsögðu fylgjast vel með og nýta þær niðurstöður sem fram munu koma í afrakstri þessara daga.