Skip to main content
Greinar

Und­ir­býr að kom­ast út í lífið á ný

By mars 13, 2017No Comments

Líkt og ég nefndi í síðasta pistli lang­ar mig að rita blogg­p­istla um hvernig geng­ur í end­ur­hæf­ing­unni og hvað er að brjót­ast um í koll­in­um á mér hér og nú,“ seg­ir Ein­ar Áskels­son í sín­um nýj­asta pistli:

Einar Áskelsson.

Einar Áskellsson

Bú­inn að segja frá að janú­ar var stremb­inn og ég í leiðin­legri biðstöðu sem fór ekki vel í mig. Biðin stóð reynd­ar yfir fram í aðra viku af fe­brú­ar. Þá fóru hlut­ir að ger­ast! Ég var sem sagt að bíða eft­ir niður­stöðum úr ít­ar­legu stöðumati frá lækni, sál­fræðingi og sjúkraþjálf­ara sem ég gekkst und­ir í janú­ar. Nýtt end­ur­hæf­ingarpl­an myndi eðli­lega byggj­ast á niður­stöðunum.

Var svo feg­inn og glaður þegar ráðgjaf­inn minn hafði sam­band. Við hitt­umst og ég fór vel yfir niður­stöðurn­ar sem voru ít­ar­leg­ar. Tók tölu­vert á að lesa þær en í heild kom fátt mér beint á óvart. Ég var mest hissa á hversu meðvitaður ég hef verið um mína stöðu. Mér leið eins og ég væri að fá enn eina staðfest­ing­una að ég væri ekki að ímynda mér neitt. Það er alltaf létt­ir því það er auðvelt að detta í að ef­ast. Sér­stak­lega á dimmu dög­un­um. Svo var fróðlegt að fá þrjú ólík sjón­ar­horn á stöðuna. Eitt þeirra var miðað á lík­amann hjá sjúkraþjálf­ar­an­um. Það var meiri­hátt­ar að fá það mat. Ég hafði nefni­lega verið hjá sjúkraþjálf­ara fyr­ir ára­mót­in sem gerði ekk­ert gagn sem ég fékk þarna staðfest!

Aðeins um niður­stöður mats­ins. Ég var ánægður með að vita eða fá staðfest að ofsa­kvíði og -ótti, meðvirkn­in og þung­lyndið væru af­leiðing­ar af áföll­um. Eng­in merki um und­ir­liggj­andi geðsjúk­dóma. Þetta rím­ar við mína sögu og hvernig veik­ind­in hóf­ust sum­arið 2013. Núna væri svo auðvelt að detta í þann pytt að blóta þeim veru­lega sem bera ábyrgð á því sem ég gekk í gegn­um. Ekki síst áhrif­in sem það hef­ur haft á mig og mitt líf í dag! Nei. Ég er ekki í þeim „blame game“ pakka. Hjálp­ar mér ekki neitt að baða mig sem fórn­ar­lamb. Frek­ar hugsa ég já­kvætt og þakka fyr­ir að það er þó ekki annað sem olli veik­ind­un­um og vita bet­ur hvað ég þarf að gera til að ná styrk. Of­virkn­in kom líka fram í niður­stöðunum en ég held því aðgreindu frá hinu. Ég veit ekk­ert hvort það er meðfætt eða teng­ist hinu. Breyt­ir engu. Aðal­atriðið er hvað ég geri því ég hef lifað í minni of­virkni (ADHD) ómeðhöndlað allt mitt líf. Já ég var í heild sátt­ur við niður­stöður mats­ins enda kom vel fram hvað ég bý yfir mörg­um styrk­leik­um líka. Ekki allt dauði og djöf­ull! Tek­ur eng­inn frá mér það sem ég hef áorkað í líf­inu og mér sýn­ist að lík­urn­ar séu ágæt­ar á að ég geti bætt við þann ár­ang­ur!

Ég og ráðgjaf­inn minn hjá Virk smíðuðum nýja áætl­un. Hún er al­veg frá­bær og var búin að finna úrræði handa mér sem hún leyfði mér að vega og meta. Þessi hjálp hjá Virk er mér ómet­an­leg og ég er svo ánægður með hvað ráðgjaf­inn hugs­ar vel um mig. Mark­miðið er skýrt og ég ákvað að ráða því. Áætl­un­in nær fram í byrj­un sum­ars, þá dreym­ir mig um að Fön­ix takið flugið! Jú, á viss­an hátt ósk­hyggja en ég þrífst á mark­miðum. Löng­un­in til að kom­ast aft­ur út í reglu­legt líf er svo sterk. Já, má ekki gleyma að fyr­ir ekki meira en 16 mánuðum var sú löng­un eng­in!! Bara þessi breyt­ing er stór mæli­kv­arði á ár­ang­ur­inn í bat­an­um. Úrræðin í nýja plan­inu eru blönduð. Fæ nýj­an sjúkraþjálf­ara til að hjálpa mér af stað í hreyf­ingu á ný. Jesús Pét­ur hvað ég þrái það mikið. En sárs­auk­inn vegna brjó­skeyðing­ar­inn­ar í mjó­b­ak­inu er ekki gleymd­ur. Reynd­ar log­andi hrædd­ur við það. Bú­inn að hitta nýja sjúkraþjálf­ar­ann og hún var fljót að skilja mig. Þá treysti ég henni. Sam­an mun­um við vinna í að kom­ast yfir þá and­legu hindr­un. Hjá sama sjúkraþjálf­ara er ég kom­inn á nám­skeið til að byggja upp orku og draga úr streitu. Þetta eru lík­ams­æfing­ar í bland við eins kon­ar hug­leiðslu. En, mér varð nú varla um sel þegar ég mætti í fyrsta skiptið. Stóð ég þar eini karl­maður­inn með 10 kon­um! Viður­kenni að mér dauðbrá og kom upp í mér lúmsk­ur karlp­ung­aremb­ing­ur. Spurði sjúkraþjálf­ar­ann af hverju ég væri hér eini karl­maður­inn? Hún bara hló að mér. Ég skammaðist mín sem sýn­ir hvað það get­ur verið grunnt á því að detta í það viðhorf að hugsa að ég ætli ekki að taka þátt í kell­inga­leik­fimi!! Nei, snýst ekki um það. Ég uni mér bara vel með þess­um kon­um og þær virðast sátt­ar við mig!

Annað úrræði sem ég er byrjaður á og him­in­lif­andi með er per­sónu­leg markþjálf­un með markþjálfa. Ná­kvæm­lega það sem ég þarf til að und­ir­búa mig sem best við að stíga út í lífið á ný. Eins og ég hef sagt þá ætla ég að gera það sem mig lang­ar en ekki það sem ég verð eða þarf. Hef gætt mín á að hugsa ekk­ert um það til að fest­ast ekki í því. Núna er komið að þeim tíma­punkti að velta því al­var­lega fyr­ir sér. Fæ hjálp til að greina styrk­leika og veik­leika og finna út hvað ég vil taka mér fyr­ir hend­ur. Líka hvað er raun­sætt. Það kom skýrt fram í mats­skýrsl­unni að mik­il­vægt væri að ég myndi stíga var­lega og í þrep­um út á vinnu­markaðinn. Þetta verður brillj­ant.

Ég verð áfram í reglu­leg­um viðtöl­um hjá sál­fræðingi og þar er mein­ing­in að vinna mark­visst í áföll­um. Það kom vel fram hjá sál­fræðingn­um í mat­inu að hann var ekki sam­mála mín­um fyrr­ver­andi sál­fræðingi að það þjónaði ekki til­gangi að bora ofan í göm­ul mál. Eins og ég hef oft sagt þá er minnið mitt enn blokk­erað. Það eitt hræðir mig því ég hrein­lega get ekki boðið mér aft­ur upp á að lenda í þess­um hræðileg­um ofsa­kvíða- og panik­köst­um á ný. Þar sem ég var að upp­lifa sárs­auka áfall­anna þó að ég hafi ekki séð það fyr­ir mér. Við mun­um því skoða þessi mál vel sem verður ör­ugg­lega mjög erfitt en, eins og var sagt við mig, get­ur ekki verið erfiðara en það sem ég hef þegar gengið í gegn­um!

Fyr­ir utan þessi úrræði held ég áfram að sinna mér vel á hverj­um degi sem ég hef gert. Reynsla sl. mánaða hef­ur kennt mér að búa ekki til vænt­ing­ar. Ég leyfi mér að vera bjart­sýnn og já­kvæður. Ann­ars geng­ur þetta ekki! Er bú­inn að leggja allt of mikið á mig til að fara að taka óþarfa áhættu.

Þetta var fe­brú­ar í stuttu máli í lífi stráks sem þráir heitt að ná bata.

Góðar stund­ir… bæ þar til næst!

 Grein birtist upphaflega á mbl.is