FréttirGeðheilbrigðismál

Um 300 manns gengu úr myrkrinu í ljósið

Lagt var af stað í myrkrinu og gengið inn í ...

Lagt var af stað í myrkr­inu og gengið inn í ljósið. Ljós­mynd/ Saga Sig

Um 300 manns tóku þátt í fyrstu göngu Pieta sam­tak­anna á Íslandi. Gang­an  var far­in aðfaranótt laugardags, und­ir for­merkj­un­um  – Úr myrkr­inu í  ljósið – og var þá geng­in 5 km leið ganga Pieta Ísland var far­in sl. nótt en þá gengu liðlega 300 manns  5 km leið þar sem gengið var úr næt­ur­myrkri inn í dagrenn­ingu.

Með þátt­töku sinni studdu ein­stak­ling­ar sjálfs­vígs­for­varn­ir á Íslandi, minnt­ust þeirra sem ákváðu að kveðja og og sam­einuðust í stuðningi við þá sem ratað hafa úr myrkr­inu.

Þátttakendur rituðu nöfn ástvina sinna á vonarborða.

Þátt­tak­end­ur rituðu nöfn ást­vina sinna á von­ar­borða. Ljós­mynd/ Saga Sig

Gang­an var tákn­ræn, en und­ir lok henn­ar var gengið á móts við sól­ar­upp­rás­ina og í  lok henn­ar var tákn­ræn at­höfn þar sem þátt­tak­end­ur heiðruðu minn­ingu ást­vina sinna með því að skrifa nöfn þeirra eða minn­ing­ar­orð á svo­kallaðan von­ar­borða.

Fyrsta gang­an var far­in á Írlandi árið 2006 og þá gengu hana um 200 manns. Sl. nótt tóku um 120.000 manns þátt í göng­um sem farn­ar voru víða um heim, m.a. á Írlandi, Englandi, Skotlandi, Banda­ríkj­un­um, Ástr­al­íu, Nýja Sjálandi og Kan­ada.

Um 300 manns tóku þátt í göngunni.

Um 300 manns tóku þátt í göng­unni. Ljós­mynd/ Saga Sig

Gang­an hér á landi var far­in til að styrkja stofn­un hjálp­armiðstöðvar sem setja á á lagg­irn­ar af Pieta Ísland til að veita ein­stak­ling­um í sjálfs­vígs­hættu og sjálfsskaða
bráðaþjón­usta og eft­ir­fylgni af fagaðilum.