FjarfundirFréttir

Tilkynning frá Hugarafli!!

By október 16, 2020 No Comments

Hugarró hefur hafið göngu sína á ný. Hér leggur Hugarafl áherslu á að ná til almennings með fræðslu og uppbyggjandi samtali á föstudögum. Hugarró leit fyrst dagsins ljós í fyrra samkomubanni og vildu samtökin Hugarafl leggja sitt á vogarskálarnar til að styðja almenning á erfiðum tímum. Hugarró mun halda áfram um ókomna tíð og almenningur er hvattur til að taka þátt í samtalinu. Áhorfin eru þegar orðin yir 120.000 og má því segja að vel hafi tekist til!!

Föstudaginn 16.október kl. 11:00-12:00 mun Bragi Reynir sálfræðingur hjá Hugarafli eiga samtal undir heitinu „Hvatnig á óvissutímum“. Hér gefst tækifæri til að senda inn spurningar, leita lausna eða tala um það sem ykkur liggur á hjarta. Samtalið er opið, í beinni á facebooksíðu Hugarafls og á ykkar forsendum.

Öll áhugasöm eru hvött til að taka þátt!

Kær kveðja.

Auður Axelsdóttir framkvæmdastjóri Hugarafls

Gsm. 6637750