Skip to main content
FréttirGeðheilbrigðismál

Þörf umræða um félagsfælni á Hringbraut

By september 9, 2015No Comments

hringbrautSjónvarpsstöðin Hringbraut sýndi í sumar þáttinn Fólk með Sirrý þar sem umræðuefnið var félagsfælni.   Gestir þáttarins voru Hugaraflsfólkið Auður Axelsdóttir, Kristín Garðarsdóttir, Sigrún Halla Tryggvadóttir og Eymundur Eymundsson sem nú starfar í Grófinni á Akureyri.  Magnús Stefánsson, trommari úr Utangarðsmönnum og Ego sat einnig fyrir svörum og deildi reynslu sinni af félagsfælni og kvíða.

Félagsfælni lýsir sér í miklum ótta og kvíða varðandi félagslegar aðstæður. Segja má að félagsfælni sé tvískipt. Annars vegar birtist hún í kvíða varðandi samskipti við annað fólk og hinsvegar kemur upp kvíði gagnvart því að framkvæma hluti að öðrum viðstöddum. Margir þjást af kvíða fyrir hvoru tveggja. Félagsfælnir einstaklingar forðast slíkar aðstæður og upplifa kvíða bara við tilhugsunina um aðstæðurnar. Sé kvíðinn það mikill að hann hafi hamlandi áhrif á daglegt líf, má segja að um félagsfælni sé að ræða.

Frásagnir í þættinum lýsa vel þeim hindrunum og höftum sem fólk með félagsfælni er að berjast við í sínu daglega lífi.  Jafnframt er rætt um hvaða leiðir henta vel til að vinna á fælni og kvíða.  Að horfast í augu við vandann, takast á við hann og mæta áskorunum frekar en að skorast undan skipta þar miklu máli.