Skip to main content
Greinar

Það ljót­asta og fal­leg­asta í fari fólks

By maí 15, 2017No Comments
Einar Áskelsson.

Höfundur: Einar Áskelsson

„Árið 2015 var það lan­gerfiðasta í líf­inu. Harður lífs­ins skóli. Skrýtið að und­ir verstu kring­um­stæðum virðist víðfrægt lög­mál Murp­hy´s fara í gang. Á mín­um erfiðasta tíma, sum­arið 2015, reið yfir hvert áfallið á eft­ir öðru. Það er fyrst núna sem ég sé þau í skýr­ara ljósi. Í þess­um pistli lang­ar mig að fara yfir eitt þeirra í stuttu máli. Um viðskilnað minn við fyrr­ver­andi vinnu­veit­anda. Sam­kvæmt ráðlegg­ing­um lét ég vera að velta þessu fyr­ir mér á meðan ég var sem mest veik­b­urða. Þegar ég komst í betra and­legt jafn­vægi fór ég að vinna úr þessu máli, sem er kveikj­an að þess­um skrif­um. Fyr­ir utan mína reynslu­sögu vona ég að pist­ill­inn veki at­hygli á hversu mik­il­vægt það er að móta og viðhalda heil­brigðu and­rúms­lofti og starfs­um­hverfi á vinnu­stöðum,“ seg­ir Ein­ar Áskels­son í sín­um nýj­asta pistli:

Ég er ágæt­lega menntaður og með yfir 20 ára starfs­reynslu. Unnið við að hjálpa fyr­ir­tækj­um að ná betri ár­angri í skipu­lagi og stjórn­un. Starfað fyr­ir og hjá mörg­um fyr­ir­tækj­um og alltaf unnið náið með starfs­fólki og stjórn­end­um. Kynnst litl­um fyr­ir­tækj­um upp í stór alþjóðleg fyr­ir­tæki og ferðast víða um heim. Kynnst ólíkri menn­ingu inn­an fyr­ir­tækja, landa og heims­álfa. Ég bý því yfir tölu­verðri reynslu af mann­leg­um sam­skipt­um á vinnu­stöðum. Tel mig vita hvað sé „eðli­legt“ sam­band á milli stjórn­enda og starfs­manna og á milli stjórn­enda!

Margt hef ég séð og heyrt í gegn­um starfs­fer­il minn. Minn síðasti vinnustaður er sér á báti. Óheil­brigðasti vinnustaður sem ég hef kynnst. Þar varð síðasta áfallið mitt á ár­inu 2015. Ég hafði um 4 ára skeið unnið við spenn­andi verk­efni sem var mik­il áskor­un. Að skipu­leggja starf­sem­ina á ný í hólf og gólf. Verk­efn­inu lauk form­lega í byrj­un árs 2015. Frá­bær ár­ang­ur miðað við erfiðar aðstæður.

Við að rifja þetta mál upp mundi ég eft­ir grein sem ég las í námi og heit­ir „Teaching Smart People How to Le­arn“. Er um rann­sókn á nem­end­um úr Har­vard-há­skól­an­um að ræða sem voru komn­ir í stjórn­un­ar­stöður. Niðurstaðan var að því „hærra“ sem stjórn­andi var sett­ur, þeim mun minna hlustaði hann á und­ir­menn. Þeir urðu upp­tekn­ir af að verja eig­in hag og gættu þess þ.a.l. að undi­menn vissu ekki meira en þeir. Áttu til að hundsa þekk­ingu þeirra. Það er eng­in til­vilj­un að þessi góða grein minnti mig á vinnustaðinn minn. Ég varð vitni að og lenti sjálf­ur í at­vik­um sem voru hreint út sagt súr­realísk hvað mann­leg sam­skipti og fram­komu varðar.

Sum­arið 2015 lenti ég á vegg. Ég brann yfir (burn out – kuln­un). Orku- og kraft­laus. Þá, ómeðvitaður, bú­inn að þróa veik­indi krón­ískr­ar áfall­a­streiturösk­un­ar í 2 ár. Mér tókst samt að sinna starfi mínu vel, frá sumri 2013, þegar fyrstu ein­kenni komu fram, til sum­ars 2015! Ég veit ekki hvernig ég fór að því. Það er rann­sókn­ar­efni út af fyr­ir sig.

Hef nefnt áður að það var fyrst í byrj­un sept­em­ber 2015 sem ég fékk að vita hvað væri að og þá um leið um hjálp­ina sem ég þurfti. Var aðdrag­andi að því. Í júlí 2015 er ég send­ur í veik­inda­leyfi sam­kvæmt lækn­is­ráði. Samt grun­laus um hvað væri að en á þess­um tíma­punkti fengið tauga­áföll og gat illa sofið. Sum­arið líður og mér versn­ar stöðugt.

Mannauðsstjóri boðar mig á fund um miðjan ág­úst 2015. Ég kom og bjóst við al­mennu spjalli um mína heilsu. Hugsaði að það gæti alla vega eng­inn tekið vinn­una frá mér. Þá hafði þegar mikið gengið á í líf­inu. Ég skynjaði að meira bjó und­ir. Mannauðsstjóri til­kynnti mér að það hefði verið reynt að fá mig áminnt­an í starfi. Mér brá illi­lega. Hon­um fannst erfitt að segja frá þessu. Ég var orðinn svo illa far­inn þarna að ég þoldi ekk­ert mót­læti og því stór­áfall að heyra þetta. Auðvitað var ég ekki áminnt­ur. Bannað að áminna starfs­mann í veik­inda­leyfi og til­efnið ekk­ert! Ég var í litlu jafn­vægi á fund­in­um en hélt aft­ur af mér. Þetta var kannski of súr­realísk upp­lif­un?

Á þess­um tíma­punkti var búið að taka ákv­arðnir um breyt­ing­ar sem ég stóð m.a. fyr­ir, en féllu ekki öll­um í geð. Ég trúi á það góða í fólki og hafði aldrei kynnst því að vera beitt­ur mark­vissu und­ir­ferli á vinnustað. Ein­hver hafði náð, í minni fjar­veru, að smita stjórn­enda­hóp­inn, þ. á m. for­stjóra. Ég var dæmd­ur án dóms og laga. Þegar heils­an var sem verst. Ég var bú­inn að ná góðum ár­angri og standa mig vel. Það vissu all­ir sem vildu. Ein­hver ákvað að ganga þessa leið til að koma á mig höggi, minnka trú­verðug­leika minn, níða mína per­sónu, til þess eins að koma í veg fyr­ir að mín­ar hug­mynd­ir um breyt­ing­ar yrðu að veru­leika! Hef notað orðið súr­realískt hér. Það ligg­ur við að það sé of vægt við að upp­lifa þetta. Það hafði all­an tím­ann í verk­efn­inu gengið ým­is­legt á og við upp­haf þess munaði engu að það yrði blásið af. Gekk mikið á á vinnustaðnum vorið 2012 þegar nýr for­stjóri tók við. Fyrr­ver­andi for­stjóri var aðil­inn sem bakkaði mig og þetta verk­efni upp. Það tók allt sum­arið 2012 að end­ur­ræsa verk­efnið.

Það er ofar mín­um skiln­ingi og mannúðarsjón­ar­miðum að sam­starfs­fólki fari þessa leið. Alltaf þegar verið er að breyta er oftsinn­is tek­ist á og fólk ekki sam­mála. Þrátt fyr­ir yf­ir­lýst­an vilja um stuðning við til­lög­ur að breyt­ing­um kom í ljós að það reynd­ust hjá sum­um orðin tóm. Mín til­finn­ing seg­ir að mín þekk­ing og reynsla hafi ógnað sum­um. Til­lög­ur að breyt­ing­um byggðust á mik­illi, djúpri og fag­legri grein­ingu. Svo virðist sem ég væri hrein­lega fyr­ir þeim sem ekki vildu breyta neinu. Í veik­inda­leyf­inu opnaðist því glufa til að höggva í mig!

Mannauðsstjóri gerði mér ljóst á fund­in­um að mín biði svaka­leg­ur leðjuslag­ur þegar ég kæmi til baka. Tók skýrt fram að ekk­ert myndi breyt­ast og hvorki ég né hann fengj­um við það ráðið. Nýj­ar ákv­arðanir þegar verið tekn­ar. Vit­andi um heilsu­far mitt þá óbeint ráðlagði hann mér starfs­lok því ég hefði ekk­ert í slag­inn að gera. Mannauðsstjóri var ein­fald­lega að segja að ég ætti ekki aft­ur­kvæmt á vinnustaðinn. Ég var sem sagt að missa vinn­una líka! Ná­kvæm­lega það sem ég þurfti á þess­um tíma­punkti í líf­inu!

Ein­hvern tím­ann hefði ég ekki látið ganga yfir mig á þenn­an hátt. Þarna var ég svo brot­inn að ég gat það ekki. Nauðugur vilj­ug­ur átti ég ekki ann­an val­kost. Snú­in staða því ekki var hægt að segja mér upp. Ég var beðinn um að reka mig sjálf­ur! Sú ákvörðun var mjög erfið. Í fyrsta sinn setti ég heils­una í for­gang. Mannauðsstjóri sí­end­ur­tók að ég hefði staðið mig mjög vel og yrði sárt saknað. Mér þótti vænt um að heyra það. Hann hjálpaði mér að ganga frá sann­gjörn­um starfs­lok­um sem ég mat mik­ils.

Mér finnst það enn út úr kú að yf­ir­gefa vinnustað, hafa staðið mig vel, og með skrif­leg­an vitn­is­b­urð um frá­bær­an ár­ang­ur í formi meðmæla­bréfs! Þetta er ójafna!

Ég er stolt­ur af mér. Þetta var auðmýksta ákvörðunin sem ég hef tekið um æv­ina. Taka heils­una fram yfir starf. Sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt. Það er ekki veik­leiki held­ur styrk­leiki. Meira gat ég ekki misst eft­ir 2 ára veik­indi. Þetta var erfitt, sárt og sorg­legt. Eft­ir þenn­an fund fékk mitt versta ofsa­kvíða- og panikk­ast. Ég gat ekki meira en fyr­ir guðs mildi auðnaðist mér að fá hjálp nokkr­um dög­um síðar. Sem var upp­hafið að end­ur­hæf­ing­unni.

Sé það skýrt í dag að þetta ár, 2015, var doktors­nám í líf­inu! Meiri lær­dóm­ur en allt mitt nám, starfs­reynsla og lífs­reynsla. Ég kynnt­ist því ljót­asta og fal­leg­asta í fari fólks. Á vinnustaðnum er gott fólk sem mér þykir vænt um. Ef skemmdu epl­in eru ekki tek­in í burtu þá skemma þau út frá sér.

Ég átti svo val. Velta mér upp úr reiði og gremju eða draga lær­dóm. Ég flokka ekki fólk sem ljótt. Ég trúi að við séum öll góð og vilj­um vel. Sum­um geng­ur illa að sýna það. Mann­eskj­an hag­ar sér stund­um líkt og villi­dýr. Rót­in er oft­ast ótti. Ótt­inn fær manns­hug­ann til að taka ótrú­leg­ustu ákv­arðanir. Að sýna auðmýkt og svara ekki í sömu mynt er merki um þroska. Ég get ekki breytt fram­komu annarra en ég stjórna mín­um viðbrögðum. Gagn­vart þess­um aðilum þá ber ég ekki kala til þeirra. Ég býð þeim ekki í af­mælið mitt en mun fyr­ir­gefa. Við erum öll mann­eskj­ur með okk­ar breysk­leika. Það virði ég. Að lifa í reiði og gremju er ekki eft­ir­sókn­ar­vert. Það er eit­ur hug­ans.

Lifið heil. Aðgát skal ávallt viðhöfð í nær­veru sál­ar. Eng­inn veit hvort eða við hvað næsta mann­eskja er að glíma.

Greinina er að finna á mbl.is