Skip to main content
Greinar

Svona sæk­ir þú í eig­in boðefna­brunn

By október 31, 2016No Comments

 

Guðrún Kristjánsdóttir.

Guðrún Kristjáns­dótt­ir.

„Við eig­um máske ekki pen­inga­tré en það má sann­ar­lega segja að innra með okk­ur vaxi ham­ingju­tré. Dópa­mín, serótón­ín, oxytoc­in og endorfín skipa þann dá­sam­lega kvart­ett sem held­ur okk­ur réttu meg­in í líf­inu. Margt get­ur haft áhrif á virkni þessarra boðefna. Líka við sjálf. Frem­ur en að vera í farþega­sæt­inu, eru til marg­ar leiðir til að setj­ast í bíl­stjóra­sætið og leysa þau úr læðingi. Það hef­ur sjald­an verið vin­sælla en ein­mitt nú að sækja í eig­in boðefna­brunn. Það er alltént klárt að það að vera í nátt­úru­legu já­kvæðu ástandi hef­ur mæl­an­leg áhrif á lífs­gæði okk­ar, af­köst og vel­ferð,“ seg­ir Guðrún Kristjáns­dótt­ir í sín­um nýj­asta pistli:

Hér eru nokk­ur helstu boðefn­in og hvernig mögu­legt er að nýta sér þau í hag, án þess að taka eitt­hvað sér­stakt inn:

Dópa­mín
Dópa­mín ýtir und­ir að við finn­um okk­ur leið að mark­miðum okk­ar, þrám og þörf­um. Dópa­mín gef­ur okk­ur ánægju­straum­inn og styrk­inn, þegar við náum að leysa það úr læðingi. Slugs, frest­un­ar­áratta, sjálfs­efi og doði eru ná­tengd litlu magni dóapa­míns.
Rann­sókn­ir á rott­um sýna að þær sem búa yfir litlu dópa­míni velja alltaf auðveld­ari leiðina og borða minna. Þær sem hafa hins veg­ar meira dópa­mín leggja mikið á sig og borða helm­ingi meira. Þær eru jú orku­bolt­ar.
Til þess að halda góðu flæði dópa­míns fer best á því að brjóta stóra mark­miðið niður í smærri ein­ing­ar og fagna litlu áföng­un­um. Að halda reglu­lega upp á litlu sigrana viðheld­ur góðu dópa­mín­flæði. Og í stað þess að leggj­ast í dópa­mín „timb­ur­menni” er væn­legt að byrja svo fljótt sem unnt er á næsta verk­efni og vinna það með sama hætti. Þannig vinna t.d. góðir stjórn­end­ur. Þeir fagna vissu­lega þegar stóru mark­miðunum er náð en gæta þess líka að halda upp á, hrósa og svo fram­veg­is, á leiðinni.

Serótón­ín
Serótón­ín er merki­legt boðefni og virk­ast þegar við finn­um til okk­ar. Ein­manna­leiki og þung­lyndi sýna sig þegar skort­ur er á serótón­íni. Lítið magn serótón­íns í lík­am­an­um er sagt ein helsta ástæðan þess að fólk sýn­ir af sér and­fé­lags­lega hegðun. Barry Jac­obs sér­fræðing­ur í tauga­vís­ind­um við Princet­on hef­ur út­skýrt að flest þung­lynd­is­lyf beini sjón­um að fram­leiðslu serótón­íns.

Heil­inn er merki­legt fyr­ir­bæri sem grein­ir oft ekki á milli raun­veru­legra minn­inga og ímynd­unn­ar en í báðum til­fell­um get­ur hann fram­leitt serótón­ín. Þetta er líka ein af ástæðum þess að það t.d. að iðka þakk­læti nýt­ur vax­andi vin­sælda. Það kall­ar fram það góða og minn­ir okk­ur á að við séum ein­hvers virði. Ef þú þarft t.d. á serótón­ín orku­skoti að halda miðri streitutíð, gefðu þér tíma til þess að rifja upp góðar minn­ing­ar.
Það er ann­ars margt hægt að gera til að auka magn serótón­íns. Fyr­ir utan að iðka þakk­læti, eða hug­leiða á eitt­hvað gef­andi, ýta úti­vist og sól­böð und­ir aukn­ingu serótón­íns. Það á líka við um D-víta­mín í skamm­deg­inu, ásamt B6 og B12 víta­mín­um. Og svo er annað að koma sterk­ar í ljós sem er að ef’ þarma­flóra okk­ar er heil­brigð er serótón­ínið marg­falt öfl­ugra. Þar skipta holl fæða og inn­taka vina­legra melt­ing­ar­gerl­ar miklu máli. Auk þess sem serótón­ín eyk­ur getu okk­ar til að melta mat og halda okk­ur í heil­brigðri lík­amsþyngd. Ásamt dópa­míni er serótón­ín sagt mik­il­væg­asta boðefnið.

Oxytoc­in
Oxytoc­in er það boðefni sem hef­ur með nánd­ina og traustið að gera og ýtir und­ir heil­brigð sam­bönd. Það leys­ist úr læðingi m.a. við. kyn­líf en líka þegar kon­ur fæða börn og gefa brjóst. Þekkt er að dýra­teg­und­ir hafna af­kvæm­um sín­um þegar oxcytoc­in flæðið er blokk­erað. Oxytoc­in ýtir und­ir tryggð og fé­lags­lega færni og styrk­ir bönd. Oft er talað um oxytoc­in sem „knús” boðefnið. Því sé gott að faðma eins mikið og nokk­ur kost­ur er. Dr. Paul Zak „tauga­hag­fræðing­ur” (líka þekkt­ur sem Dr. Love) seg­ir snert­ingu og faðmlag auka oxytoc­in í lík­am­an­um og draga um leið úr streitu og styrki ónæmis­kerfið. Það sé því góður siður að faðma fólk frem­ur en að taka í hönd þess. Dr Zak mæl­ir með átta faðmlög­um á dag.

Endorfín
Það losn­ar um endorfín þegar við fáum verki og finn­um sárs­auka. Endorfín er nátt­úr­legt verkjalyf en dreg­ur líka úr hræðslu og kvíða. Vellíðan eft­ir átök á borð við lang­hlaup, lyft­ing­ar, hjól­reiðar, orku­gef­andi jóga, eða aðra áreynslu staf­ar af flæði endorfín­is. Endorfín er að mörgu leyti líkt morfíni því það dreg­ur úr sárs­auka­skynj­un. Sem­sé hreyf­ing og líka hlát­ur eru ein­föld­ustu leiðirn­ar til að losa um endorfín. En líka til­hlökk­un eða það að vera á leiðinni að gera eitt­hvað spenn­andi.

Það er þó margt annað og fín­gerðara í líf­inu sem leys­ir endorfín úr læðingi, t.d. það að gefa eft­ir og láta sig fljóta. Þar sem flot er ekki hreyf­ing held­ur slök­un, hug­leiðsla og vellíðan get­um við að auki undið ofan af okk­ur og dregið um leið úr skaðleg­um þátt­um streitu­horm­óna.
Þá hef­ur það sýnt sig að ilm­ir af lavend­er og vanillu eru tengd­ar los­un endorfíns. Rann­sókn­ir hafa líka gefið vís­bend­ing­ar um að dökkt súkkulaði og kryddaður mat­ur leiðbeini heil­an­um um los­un endorfíns. Svo það er góð hug­mynd að hafa dökkt súkkulaði og góða kjarna­ol­íu inn­an seil­ing­ar þegar þú vilt losa um þetta nota­lega boðefni.

Grein upphaflega á mbl.is