Fréttir

Svava Arnardóttir iðjuþjálfi fór á Alternatives Washington!

By júlí 24, 2019No Comments

Við áttum fulltrúa á Alternatives ráðstefnunni sem haldin var í Washington, Bandaríkjunum í ár! Svava Arnardóttir hélt í gær 75 mínútna vinnustofu um mannréttindamál í geðheilbrigðisgeiranum og tengdi meðal annars við baráttuna fyrir starfsemi Hugarafls. Á morgun fimmtudag kl.14:00 flytur hún okkur fréttir af ráðstefnunni.

Ráðstefnuna sækja aðallega einstaklingar með persónulega reynslu af andlegum áskorunum og segja má að hér fundi bandaríska grasrótin, deili innblæstri, ráðum og tekst á við næstu skref.

Hluti ráðstefnunnar fólst í æfingu sem málsvarar í réttindabaráttu. Í lok þeirrar þjálfunar var heilum degi varið á fundum í bandaríska þinginu. Svava fundaði með fulltrúum Massachusetts fylkis, ásamt íbúum þess.

Hlökkum til að nýta þekkinguna og tengslanetið í starfinu á Íslandi!