Skip to main content
Fréttir

Streymi Hugarafls, Hugarró – áhorf komin yfir 103.000!

Streymi Hugarafls, Hugarró. Áhorf eru nú komin yfir 103.000 og full ástæða til að fagna!

Góðan dag.

Hugarafl hefur nú haft opið streymi í samkomubanni frá 27.mars alla föstudaga milli 11:00-12:00 undir nafninu Hugarró. Streymt er beint frá facebooksíðu Hugarafls og Stundinni. Engin föstudagur hefur fallið út allan tímann þrátt fyrir að vera hátíðisdagar.

Gott samtal hefur átt sér stað við almenning um líðan og bjargráð í samkomubanni en jafnframt fræðsla um bata, leiðir til sjálfsvinnu og eflingu geðheilsu, svo fátt eitt sé nefnt.  Það er greinilegt að almenningur nýtir sér samtalið vel, tekur þátt í því af áhuga og þörf fyrir tengsl og ráðgjöf. Samtalið er persónulegt, á sama tíma faglegt og breiður hópur sem sér um samtalið. Ákveðið þema er tekið fyrir í hverju streymi og þátttakendur geta sent inn spurningar.

Heimsóknir á streymið eru nú yfir 103.000 og full ástæða til að fagna!

Hugarró fer í sumarfrí júlí en kemur af fullum krafti í ágúst á ný og mun stuðla áfram að gagnvirku samtali við almenning um geðheilsuna og leiðir til að efla lífsgæði í dagsins önn. Föstudag 26.júní mun Auður Axelsdóttir framkvæmdastjóri fjalla um fjölskyldur og stuðning við aðstandendur.

Það er alveg ljóst að framlag Hugarafls til að efla góða geðheilsu landsmanna hefur skipt gríðarlega miklu máli og Hugarró hefur verið vel tekið á öllu landinu af stórum hópi hlustenda.

Kærar kveðjur!!

Auður framkvæmdastjóri Hugarafls

Gsm.663-7750