Skip to main content
Fréttir

Sorpa styrkir verkefni í Hugarafli

By apríl 27, 2016No Comments

Þriðjudaginn 26. apríl fagnaði Sorpa 25 ára afmæli. Dagurinn þótti tilvalinn til að úthluta vorstyrkjum Góða hirðisins og að þessu sinni styrkti fyrirtækið tvö verkefni á vegum Hugarafls.  Annars vegar fengu Unghugar 250 þúsund króna styrk til að halda áfram sínu frábæra starfi.  Geðfræðslan fékk einnig 450 þúsund króna styrk sem mun tryggja að Hugaraflsfólk heldur ótrautt áfram að fræða ungmenni í grunn- og framhaldskólum á höfuðborgarsvæðinu um reynslu sína, batann, bjargráð og hvar megi leita stuðnings ef geðrænir erfðileikar gera vart við sig.

Unghugarnir Eysteinn Sölvi Guðmundsson og Fjóla Kristín Ólafardóttir veittu styrkjunum viðtöku í húsakynnum Góða hirðisins og færðu um leið þakkir frá Hugaraflsfólki  fyrir veittan stuðning.

Önnur félagasamtök sem hlutu styrk að þessu sinni voru; SEM samtökin, Leikfélag Borgarholtsskóla, WAPP- walking app, Soroptimistaklúbbur Kópavogs, Rauði kross Íslands, Hjálparstofnun Kirkjunnar/Hjálpræðisherinn og Félag einstæðra foreldra.  Á meðfylgjandi myndum sem birtust á Fésbókarsíðu Góða hirðisins má sjá þennan glæsilega hóp styrkþega með starfsfólki Góða hirðisins.