Skip to main content
Fréttir

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

By ágúst 17, 2016No Comments
HA maraþon

Frá Reykjavíkurmaraþoni 2015. Stuðningslið Hugarafls studdi vel við bakið á hlaupurum.

Undirbúningur fyrir Reykjavíkurmaraþonið er nú á lokametrunum hjá okkur í Hugarafli.  Um 10 félagar í samtökunum ætla að hlaupa á laugardaginn og vekja þannig athygli á því öfluga og frábæra starfi sem boðið er upp á hjá okkur.  Það er líka frábært að sjá hversu margir velunnarar ætla að hlaupa og safna fyrir félagið okkar og erum við öllum innilega þakklát fyrir framlag þeirra.

Hugarafl ætlar líka að vera virkur þátttakandi utan hlaupabrautarinnar líkt og undanfarin ár.  Félagið verður með kynningarbás í Laugardalshöllinni á skráningarhátíð hlaupsins ásamt systursamtökum sínum í Pieta á Íslandi.  Þetta árið verður skráningahátíðin hluti af sýningunni FIT & RUN 2016 sem hugsuð er fyrir alla fjölskylduna.   Þar verða meðal annars kynningar og fræðsla á hreyfingu, heilsufæði, fatnaði og skóbúnaði auk fjölmargra skemmtilegra uppákomna sem í boði verða.   Við hvetjum alla til þess að koma og kynna sér starfsemi Hugarafls og ekki síður viljum við hvetja félaga til að koma og taka þátt í að kynna starfið með okkur.

Opnunartímar Fit & Run Expo í Laugardalshöllinni

Fimmtudagur 18.ágúst kl.15-20
Föstudagur 19.ágúst kl.14-19

Á laugardagsmorguninn ætlar stuðningslið Hugarafls svo að mæta til að hvetja hlauparana sem taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni.  Þar viljum við líka sjá sem flesta með okkur.  Verið er að leggja lokahönd á þann undirbúning og verður hann meðal annars ræddur á Hugaraflsfundi fimmtudaginn 18. ágúst, klukkan 13:00.

Hugarafl vill hvetja alla til þess að styðja við bakið á hlaupurum okkar með því að heita á þá inn á Hlaupastyrkur.is   Allt fjármagn sem safnast mun renna til þess að efla starfsemina, stuðninginn og fræðsluna sem félagið stendur fyrir á jafningjagrundvelli í samfélaginu.