Skip to main content
Greinar

Pistill frá Hafrúnu Kr. Sigurðardóttur Hugarafli, um lyfjamálin.

By nóvember 8, 2016No Comments

Verð að koma þessu frá mér og þetta er örugglega allt í belg og biðu en þannig verður það bara.
Þessa dagana eru miklar lyfja umræður í þjóðfélaginu og þá sérstaklega um geðlyf.
Ég hef fengið verulega margar fyrirspurnir um hvort ég sé á lyfjum og hver mín afstaða sé.
Mitt svar er já ég er á geðlyfjum.
Ég tek litarex (lithium), Euthyrox (skjaldkyrtillinn) og Modiodal (adhd) á hverjum degi en er með sobril (kvíðalyf) til að taka eftir þörfum.
Ég hef í gegnum andlegu veikindin mín prófað fleiri lyf en ég hef tölu á og þegar ég var sem verst þá voru kokteilarnir oft samsettir af mörgum lyfjum og var ég þá gjörsamlega dofin andlega.
Ég vil taka það fram að nei ég er ekki á móti lyfjum !!!
Umræðan í þjóðfélaginu er tvíeggja sverð þessa dagana, sumir skilja þetta þannig að fólk eigi ekki að vera á geðlyfjum og það sé lausnin sem sé verið að vinna að.
Ég innilega vona að umræðan sé frekar að við sem séum andlega veik eigum ekki að vera sett á mörg lyf til að hægt sé að geyma okkur út í horni svo við séum stillt og hentum því samfélaginu betur.
Ég get bara talað út frá sjálfri mér, ég reyndi í nokkur ár að vera lyfjalaus því samfélagið vildi það því annars var ég samkvæmt skilaboðum frá samfélaginu „búin að tapa“
En það virkaði ekki ég varð bara veikari og veikari.
Ég fékk fordóma fyrir lyfjum sem ég nauðsynlega þurfti frá samfélaginu í kring um mig.
Ég er með geðhvörf, kvíða, áráttu og þráhyggju, adhd og skjaldkyrtilsvanvirkni.
Afhverju er bara eitt lyf af því sem ég þarf samfélagslega samþykkt?
já þá tala ég um skjaldkyrtilslyfið.
Fordómar samfélagsins hafa í gegnum tíðina haft mikil áhrif á mig það mikil að ég neitaði að fara á lyf í nokkur ár og hamlaði það verulega mínum bata.
Ég fór áfram á hörkunni og lét mitt nánasta fólk líða fyrir það.
Með geðlyfjum get ég átt nokkuð gott líf.
Það sem virðist gleymast í þessari umræðu er að ÉG hef áhrif á hvaða lyf ég fæ.
Ég er með einstaklega góðan geðlækni sem hlustar á mig og virðir minn vilja og er tilbúinn að vinna með mér.
Mín reynsla sýnir að samvinna mín og geðlæknisins byggist á að ég komi fram af heiðarleika, einlægni og noti röddina sem ég á en einnig skiptir höfuðmáli að við berum virðingu fyrir hvort öðru.
Ég verð að vita hvað ég vil í þessum málum til að hann geti hjálpað mér að ná þangað.
Ég hef prófað að vera á allt of miklum geðlyfjum og þá var ég eins og uppvakningur fann ekkert, var dofin og náði ekki að vera með í lífinu hvað þá sinna sjálfri mér og að vinna í sjálfri mér sem er undirstaða andlegs bata var ekki möguleiki.
Síðustu mánuðir hafa verið krefjandi þar sem ég hef verið að hlusta of mikið á umræðurnar í þjóðfélaginu og fundist ég vera búin að tapa þessu því ég þarf lyf og baráttan við sjálfa mig til að geta tekið lyfin sem ég nauðsynlega þarf er verulega krefjandi.
það er ekki rétt að ég sitji með lyfin mín og eigi í engum erfiðleikum með að taka skjaldkyrtilslyfin en eigi erfitt með að taka geðlyfið mitt og adhd lyfið mitt, þegar ég sit og er að taka lyfin og fyrsta hugsun sem kemur upp sé að ég sé aumingi vegna þess að ég þurfi á þeim að halda er ekki í lagi.
En svo minni ég mig á að ég er að taka ábyrgð á sjálfri mér og mínum veikindum þess vegna tek ég lyfin mín.
Mitt álit er semsé að ef einstaklingur þarf lyf að hann fái þau sama við hverju þau eru en bæði einstaklingurinn og læknirinn vinni saman með hag einstaklingsins í huga.

Hafrún Kr Sigurðardóttir