Skip to main content
Fréttir

Patch Adams kemur á morgunn, 6.júní 2013

By júní 5, 2013No Comments

PA

Robin Williams

Patch Adams kemur á morgun
Vísir Lífið 05. júní 2013 11:32

Patch Adams.

Hinn heimsfrægi læknir, Patch Adams, er væntanlegur til landsins á morgun, fimmtudaginn 6. Júní á vegum Hugarafls, og mun dvelja hér á landi í rúman sólarhring.

Í tilkynningu frá Hugarafli segir að Patch Adams sé þekktur út um allan heim fyrir störf sín í þágu almennings. Hugmyndafræði hans gengur út á manngæsku, virðingu, vináttu og gleði og starfar hann alltaf á jafningjagrunni.

Það var Robin Williams sem lék lækninn í kvikmynd um líf hans.

Árið 1998 var gerð mynd um lækninn og lék Robin Williams þar aðalhlutverkið. Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna og vakti meðal annars athygli á baráttu Adams fyrir öðruvísi nálgun við sjúklinga heldur en tíðkaðist á sjöunda og áttunda áratugnum.

Hugarafl starfar eftir sömu hugmyndafræði og Patch Adams og fékk hann því til þess að halda fyrirlestur á 10 ára afmælisári félagsins.

Fimmtudaginn 6. Júní kl 19.30 ætlar Patch að halda fyrirlestur í Þjóðleikhúsinu en þegar er uppselt á hann.

Einnig mun hann halda vinnusmiðju frá 12.00 – 16.00 sama dag og er nú þegar fullt í hana, enda takmarkað framboð.