Fréttir

Pasta.is styrkir Hugarafl

By apríl 22, 2016 No Comments

Vorrúllur grænmeti 75 grHugarafl á fjölmarga bakjarla sem styðja við starfsemina á margvíslegan hátt.  Nú nýverið bættist einn slíkur við þegar PASTA.IS óskaði eftir að gefa félaginu eina máltíð í mánuði. Fyrirtækið framleiðir ljúffenga rétti fyrir mötuneyti og fyrirtæki úr íslensku hráefni. Greinarhöfundur getur staðfest að um gæðavöru er að ræða eftir að hafa borðað veislumatinn sem var á boðstólnum í dag niður í Afli.

Félagar í Hugarafli sjá um að framreiða hádegismatinn á föstudögum sem er í boði gegn vægu gjaldi (5oo kr). Það er gott að enda vikuna á góðri og hollri máltíð í góðra vina hópi.  Vorrúllurnar frá pasta.is klikka ekki með fersku sallati og hrísgrjónum. Verður einfaldlega ekki betra! Félagar í Hugarafli  þakka Pasta.is fyrir veittan stuðning. Takk kærlega fyrir okkur. 🙂

 

logo