Skip to main content
Fréttir

Páll Matthíasson ætlar að sækja um stöðu forstjóra Landspítalans.

By febrúar 13, 2014No Comments

Páll sækir um stöðu forstjóra Landspítala

Flokkar: Innlent, Heilbrigðismál

Páll Matthíasson ætlar að sækja um stöðu forstjóra Landspítalans. Hann tilkynnti þetta í Morgunútvarpinu í morgun.

Páll er starfandi forstjóri Landspítalans og var ráðinn til sex mánaða, eða fram til 1. apríl. Umsóknarfrestur um starf forstjóra rennur út eftir viku. Páll sagði í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 að það væri langtímaverkefni að gera Landspítalann að aðlaðandi vinnustað.

Stemningin á spítalanum þegar hann tók við hafi verið slæm vegna langvarandi álags og þá hafi framlag til spítalans í fjárlagafrumvarpi valdið vonbrigðum. Það hafi þó breyst með viðbótarframlagi til spítalans sem muni nýtast til að bæta aðbúnað starfsfólks.Til marks um að ástandið sé að breytast hafi nýverið borist 25 umsóknir um 12 stöður deildarlæklna. Að geta mannað þær stöður muni skipta sköpum varðandi það að létta álagi af hjúkrunarfræðingum, kandidötum og öðrum og bæta þjónustu við sjúklinga. Þá sagði Páll að mikilvægt væri að byggja nýjar byggingar fyrir spítalann og sameina bráðastarfsemi á einum stað.

RÚV – Efstaleiti 1, 150 Reykjavík, Ísland | Sími: 515 3000 Fax: 515 3010 | Hafa samband | frettir@ruv.is | © RÚV 2014