Fréttir

Opið Hugaraflskvöld um frelsisskerðingu

By janúar 21, 2020 No Comments

Opið Hugaraflskvöld!

Við bjóðum þér og þínum á opið Hugaraflskvöld! Á þessum viðburði munum við fjalla um málefni sem við teljum þarft að gera frekari skil; þá frelsisskerðingu sem fólki er stundum gert að sætta sig við til að fá geðheilbrigðisþjónustu. Hér er ekki markmiðið að ræða sjálfræðissviptingu og þvingaða meðferð heldur ýmis tilvik frelsisskerðingar þar sem einstaklingurinn hefur sjálfur af fúsum og frjálsum vilja óskað eftir aðstoð geðheilbrigðisþjónustunnar.

Við munum fá nokkra Hugaraflsfélaga til að deila sinni persónulegu reynslu af frelsisskerðingu og opna náið samtal byggt á virðingu og mannlegum tengslum. Guðjón Ingason Hugararaflsfélagi heldur utan um viðburðinn. Viðburðurinn fer fram á íslensku.

 

UM HUGARAFLSKVÖLD:
„Hugaraflskvöld“ er heitið á nýrri viðburðaröð sem Hugarafl mun standa fyrir haustið 2019 – vor 2020. Kvöldin eru opin öllum áhugasömum, eru án endurgjalds og ekki þarf að tilkynna sérstaklega mætingu fyrirfram.

Markmið okkar er að opna umræðu um geðheilbrigðismál auk þess að miðla valdeflingar- og batahugmyndafræði til íslensks samfélags. Sumir viðburðirnir eru á léttum nótum en aðrir fjalla um þyngri málefni sem varða mannréttindi og geðheilbrigði almennt.

DAGSKRÁ:
24. október – fimmtudagur – kl. 19:30-21: „Lífssagan“.
21. nóvember – fimmtudagur – kl. 19:30-21: „Klikkaðir tónleikar“.
23. janúar – fimmtudagur – kl. 19:30-21: „Frelsisskerðing“.
20. febrúar – fimmtudagur – kl. 18-21: „Klikkað bíókvöld“.
19. mars – fimmtudagur – kl. 19:30-21: „Valdaumræðan“.
23. apríl – fimmtudagur – kl. 19:30-21: „Mannréttindi“.

AÐGENGISUPPLÝSINGAR:
Í húsnæði Hugarafls er gott aðgengi fyrir hjólastóla. Eitt baðherbergjanna er fullgert til að mæta þörfum fólks með fatlanir og öll salernin eru að auki laus við kynjaskiptingu. Næsta aðgengilega bílastæði er fyrir framan Nova, þ.e. jarðhæð Lágmúla 9. Rampur er upp að inngangi hússins og lyfta upp á 6. hæð. Vert er að hafa í huga að þegar margt fólk er í rýminu getur bergmál valdið óþægindum fyrir þau sem nota heyrnartæki eða heyra illa.