Hugaraflsfólk á góðum degi

Nýliðaferlið

Fyrstu skrefin
Í Hugarafli eru nýliðaviðtöl á mánudögum klukkan 09:30-12:00 en hægt er að bóka viðtal í gegnum síma eða senda tölvupóst.  Í viðtalinu er kynnt nánar um starfsemina, farið yfir hópastarfið og viðkomandi skrifar undir trúnaðarsamning. Eftir það er starfsemin opin fyrir viðkomandi. Í Hugarafli þarftu ekki læknisvottorð, þú þarft ekki að sýna fram á greiningu og þú þarft ekki að búa í ákveðnu póstnúmeri, Hugarafl er fyrir alla. Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband í síma 414-1550 eða á netfanginu hugarafl@hugarafl.is
Göngutúr í Laugardalnum
Skilningur notenda hjálpar mörgum