Hugaraflsfólk á góðum degi

Nýliðaferlið

Kynningarviðtal

Tekið er á móti nýliðum í Hugarafli með kynningarfundi á fimmtudögum klukkan 13:00 – 14:00.  Á kynningarfundi er starfsemi félagsins kynnt, húsnæðið skoðað og sýnt hvað er í boði innan veggja Hugarafls. Vinsamlegast hafið samband í síma 414-1550 eða á netfanginu hugarafl@hugarafl.is.

Tengiliður

Í framhaldi af viðtalinu getur nýliði óskað eftir að fá tengil sem hefur það hlutverk að aðstoða viðkomandi inn í starfið. Nýir meðlimir í Hugarafli geta nýtt sér fjölbreytta dagskrá sem boðið er upp á í stundarskrá og þá getur verið gott að fá aðstoð við að velja það sem hentar hverjum og einum.

Um samherjaverkefnið

Notendastuðningur

Allir meðlimir í Hugarafli geta óskað eftir að fá samherja. Samherji kemur inn í aðstæður hjá einstaklingum sem eiga við geðrænar áskoranir að stríða. Hann tekur tillit til þess að einstaklingar eru í misjöfnu ástandi og mætir hverjum og einum þar sem hann er staddur. Í vissum tilvikum hlustar hann bara og sýnir skilning. Í öðrum tilfellum segir hann frá sinni eigin sögu og hvaða úrræði hafa nýst honum í baráttunni við geðsjúkdóma. Einnig talar samherji um sín viðhorf og þá fordóma sem hann hefur þurft að takast á við, bæði persónulega og samfélagslega. Þetta er þjónusta á persónulegu plani sem allir þeir sem eru með geðsjúkdóma geta nýtt sér. Ef viðkomandi óskar eftir því að fá að hitta samherja oftar en einu sinn þá er það ekkert mál. Sem sagt í stuttu máli þá er samherjinn sveigjanlegur og aðlagar sig að þeim einstakling sem hann er að tala við.

Samherja verkefnið gengur út á eftirfarandi…

  • Að benda á að það sé von.
  • Að bati er raunverulegt markmið.
  • Að sigrast á fordómum.
  • Að benda á úrræði og lausnir.
  • Að vera fyrirmynd.
Skilningur notenda hjálpar mörgum
Göngutúr í Laugardalnum