Skip to main content
Fréttir

Non-formal Road to Mental Health

By september 12, 2017No Comments

Hópmynd frá Þingvöllum.

Hugarafl hefur verið í Evrópsku samstarfi við ýmis lönd í gegnum Erasmus+ í rúm tvö ár.  Dagana 3.- 9. september tóku fimm félagar frá Hugarafli þátt á námskeiði sem heitir The Non-formal Road to Mental Health sem haldið var í skíðaskálanum Hengli í Bláfjöllum, .

Alls voru 19 þátttakendur frá nokkrum Evrópulöndum; Albaníu, Ítalíu, Rúmeníu, Spáni og Póllandi. Þátttakendur komu öflugir inn með fjölbreytta kunnáttu, og úr varð gefandi blanda af læknum, sálfræðingum, fólki með reynslu og þjálfurum.

Þjálfunin sneri að geðheilbrigði og óformlegri nálgun að bættri geðheilsu ungmenna. Lært var af fyrstu hendi fjölbreyttar aðferðir til að vinna með sjálfstraust, tilfinningar, núvitund, traust til annara og almenn sjálfsþekking og tjáning. Einnig snerist þjálfunin að því að búa til slíkar aðferðir sem geta nýst þátttakendum í lífi þeirra og starfi.

Paula, Dumitrita og Claudia þjálfarar verkefnisins.

Þjálfararnir hafa verið í miklu samstarfi við Hugarafl í stærri verkefnum, og koma þær frá samtökunum Minte Forte í Rúmeníu.

Að sögn þátttakenda frá Hugarafli var upplifunin af námskeiðinu alveg frábær.  Félagarnir byrjuðum á að kynnast hópnum vel og fundu strax að þeirra sjónarmið höfðu jákvæð áhrif á hópinn.  Einnig gafst gott tækifæri til að kynna hugmyndafræði Hugarafls og öllum fannst þau hafa lært mikið sem hægt verður að nýta í starfi Hugarafls í framtíðinni.

Aðrir Hugaraflsmeðlimir sem komu að verkefninu stóðu sig með mikilli prýði og er þakkað fyrir vel unnin störf m.a. við eldamennsku, skipulagningu og leiðsögn á Þingvöll og Geysi. 

Í lokin voru allir þáttakendur hæst ánægðir með námskeiðið í heild og taka þeir með sér heim ennþá meiri kunnáttu og breytta sýn í starfi þeirra að bættu geðheilbrigði ungmenna í sínu heimalandi.