Skip to main content
Fréttir

Næsti fundur aðstandendahópsins á morgun, 15.nóv. kl.17:30-19:00. Velkomin!

By nóvember 14, 2018No Comments

Ert þú aðstandandi? Áttu ástvin eða barn sem tekst á við andlega áskorun? Aðstandendahópur Hugarafls hittist annan hvorn fimmtudag frá kl. 17:30-19 í Borgartúni 22, 2. hæð. Elín Elísabet Jóhannsdóttir markþjálfi með meiru leiðir hópinn í vetur.

Markmið fundarins eru:
-vettvangur: að aðstandendur hafi vettvang til að ræða sín mál
-styrkja hlutverk: að aðstandendur styrkist í hlutverki sínu sem nánasti aðstandandi, átti sig á nálgun, gefandi samskiptum og viðeigandi þátttöku í samskiptum við sinn nánasta
-fræðsla: að aðstandendur fái alhliða fræðslu um flest það sem snýr að andlegum áskorunum, leiðum til úrbóta og viðeigandi bjargráðum fyrir aðstandendur
-eigin heilsa: að aðstandendur séu meðvitaðir um eigin heilsu og líðan
-finna þjónustu: að aðstandendur þekki mögulegar leiðir innan kerfisins þegar leita skal að þjónustu
-réttindi: að aðstandendur verði meðvitaðir um réttindi sín

Aðstandendahópurinn hefur verið starfræktur frá upphafi Hugarafls, nú í rúm 15 ár. Hér er reynsla aðstandenda sett í farveg, reynslunni er miðlað til nýrra meðlima sem eru í fyrsta sinn að kynnast andlegum áskorunum í fjölskyldunni og vantar stuðning til að efla bjargráð og að koma auga á leiðir. Þagnarskylda er höfð í heiðri á fundunum. Einnig er lögð áhersla á að málflutningur fundarmanna sé þannig að umræða fari vel fram og að ekki sé talað neikvætt um persónur eða þær nafngreindar.