Skip to main content
Fréttir

Mikil tímamót hjá Hugarafli!!

By september 6, 2016No Comments

Svava Arnardóttir iðjuþjálfi hefur verið ráðin til starfa hjá Hugarafli í 100% starf. Við erum afar kát og þakklát Svövu fyrir að gefa okkur tækifæri og að hún hafi valið að ráða sig til starfa hjá Hugarafli. Hugarafl hefur sinnt notendastýrðri endurhæfingu til margra ára sem nú er loks verið að greiða fyrir hana. Svava er fyrsti fagmaðurinn sem Hugarafl ræður til sín og við teljum það mikinn áfanga og vendipunkt! Við höfum nú loks fengið samning við Vinnumálastofnun um starfsendurhæfingu og Svava mun sinna því starfi og þróa úrræði til handa þeim sem kjósa að stunda sína starfsendurhæfingu hjá Hugarafli.

Með samningi þessum við Vinnumálastofnun er verið að veita okkur mikilvæga viðurkenningu fyrir starfsendurhæfingu sem byggir á reynslu fólks með geðraskanir sem hafa náð bata og fagfólks sem hefur áralanga reynslu af geðsviði.

„Með samningi þessum er verið að samhæfa þjónustukaup Vinnumálastofnunar á sviði starfsendurhæfingar hjá sjálfstætt starfandi aðilum sem veita heildstæða og einstaklingsmiðaða þjónustu.“

„Með starfsendurhæfingu er verið að leggja áherslu á einstaklingsbundin úrræði sem miðast að því að gera þá einstaklinga sem það vilja virka á vinnumarkaði. Hin einstaklingsmiðaða þjónusta felur m.a. í sér að undirbúa einstaklinginn fyrir vinnu, greina atvinnutækifæri hans, aðstoða hann við atvinnuleit og gerð atvinnuumsókna og tímabundinn stuðning á vinnustað ef með þarf.“

Kær kveðja.

Hugarafl