Skip to main content
FréttirGeðheilbrigðismál

Mikið líf í Hugaraflinu

By október 24, 2015No Comments

1-IMG_1832Það hefur verið mikið um að vera hjá okkur í Hugaraflinu þessa vikuna. Aðsókn hefur verið mikil í hópastarf og líf í hverjum krók og kima á annarri hæð í Borgartúni 22. Síðstu tvo fimmtudaga hefur verið ansi margmennt hjá okkur á nýliðakynningum og yfir 20 manns mætt á hvora kynningu. Mikil áhersla er lögð á að taka vel á móti öllum þeim sem vilja nýta sér starfið til þess að styrkja sig og efla með þátttöku í starfseminni. Mælt er með að nýliðar mæti á minnst tvær nýliðakynningar og gefi sér góðan tíma til að komast inn í starfið því vinna með valdeflingu og batamiðaðri nálgun að leiðjarljósi er ekki hugsað sem spretthlaup.

Miðvikudaginn 21. mætti góður hópur frá Hugarafli á málfund hjá Heimdalli um geðheilbrigðismál þar sem Auður Axelsdóttir var frummælandi ásamt Kristjáni Þór Júlíussyni, heilbrigðisráðherra og Nönnu Briem, yfirlækni á meðgerðargeðdeild Laugarási. Fundurinn var vel sóttur og ljóst að mikil vitundarvakning er að verða í þjóðfélaginu um málefnið. Nánar verður fjallað um málfundinn á heimasíðu okkar á næstunni.

Að lokum er vert að minnast á frétt sem birtist í DV föstudaginnn 23.okt þar sem fjallað er um mismunun í styrkjum til endurhæfingar geðsjúkra. Þar finnst okkur Hugaraflsfólki verulega á okkur hallað ef tekið er tillit til þess öfluga starfs sem fagfólk og notendur vinna á jafningjagrundvelli innan Hugarafls. Ljóst er að þar er eitthvað sem þarf að skoða og hvetjum við alla til að kynna sér málið í DV. Útdrátt úr greininni má finna hér.