Fréttir

Maraþonhlaup Íslandsbanka 2019

By ágúst 14, 2019No Comments

Kæru vinir!!

Nú stendur undirbúningur Maraþonshlaups Íslandsbanka sem hæst. Fjöldi hlaupara ætla að hlaupa fyrir Hugarafl og kunnum við þeim bestu þakkir!! Það er ómetanlegt fyrir Hugarafl að fá þessa frábæru hvatningu og einnig þann fjárhagslega stuðning sem hlýst af. Það blæs okkur í brjóst og hvetur okkur áfram inn í hauststarfið okkar sem nú er í undirbúningi.

Á næstu vikum munum við afhenda hlaupurum þakklætisvott frá Hugarafli og höfum samband við hvern og einn til að geta þakkað fyrir okkur. Undirbúningsnefnd er að störfum og skipulag á hvatningsliðinu er að ljúka. Hvatningsliðið verður staðsett við Ánanaust á hlaupadeginum 24.ágúst  og mun hvetja frá morgninum og þar til hlaupi lýkur með tilheyrandi látum og gleði.

Verið velkomin að hafa samband við okkur og við veitum gjarnan frekari upplýsingar.

Hvetjum ykkur öll til að taka þátt í þessum frábæra viðburði, hlaupandi, hvetjandi eða sem áhorfendur og njóta dagsins með okkur!

Kær kveðja.

Hlaupanefndin