Skip to main content
Fréttir

Mannlegur fjölbreytileiki

Að heyra radd­ir eða sjá sýn­ir er eðli­leg­ur hluti af mann­leg­um fjöl­breyti­leika og það eru mann­rétt­indi að geta rætt þær upp­lif­an­ir án sjúk­dómastimplun­ar, skrifa Hug­arafls­fé­lag­ar.

Algengt að fólk heyri raddir Þöggun og fordómar ríkja enn í garð fólks sem lifir með óhefðbundnum upplifunum. MYND: SHUTTERSTOCK

Að heyra radd­ir eða sjá sýn­ir er eðli­leg­ur hluti af mann­leg­um fjöl­breyti­leika og það eru mann­rétt­indi að geta rætt þær upp­lif­an­ir án sjúk­dómastimplun­ar. Fanney Björk Ingólfsdóttir og Svava Arnardóttir Hugaraflsfélagar skrifuðu stuttan pistil sem hægt er að lesa í heild sinni á Stundin.

„…
Það að heyra raddir, sjá sýnir eða upplifa aðrar tengdar skynjanir er eðlilegur hluti af mannlegum fjölbreytileika og það eru mannréttindi okkar að geta rætt þessar upplifanir við skilningsríka jafningja án sjúkdómastimplunar. Þau sem heyra raddir hafa í gegnum söguna ítrekað verið útilokuð, upplifun þeirra sjúkdómsvædd, rætt um þau á fordómafullan máta og brotið á mannréttindum þeirra. Því miður ríkir enn mikil þöggun og fordómar er varðar skynjanir sem þessar og gegn þeim sem lifa með óhefðbundum upplifunum.

Umræðan um geðheilbrigðismál er sífellt að opnast. Skömminni er að létta og við eigum óhikað að geta stigið fram með upplifanir okkar. Það skiptir þó sköpum á hvaða forsendum við opnum umræðuna og hvaða hugmyndafræði liggur þar að baki. Það eru til aðrir valmöguleikar en hefðbundið læknisfræðilegt líkan – og þeir valmöguleikar miðla raunverulegum bata, mannvirðingu og réttindum.“