Skip to main content
FréttirGeðheilbrigðismál

Málfundur um geðheilbrigðismál

By október 20, 2015No Comments

10696199_1050935111603953_2365383020904019811_nMiðvikudaginn 21. október kl. 20:00 mun Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna standa fyrir málfundi um geðheilbrigðismál.  Fundurinn verður haldinn í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Frummælendur verða Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Auður Axelsdóttir forstöðukona Hugarafls.  Að loknum erindum frummælenda hefjast umræður þar sem Kristján Þór, Auður og aðrir gestir svara spurningum úr sal.

Fundurinn er opinn öllum og það verður heitt á könnunni.  Við hvetjum sem flesta til þess að mæta á fundinn enda þarna komið kjörið tækifæri að ræða málin opinskátt og heiðarlega við þá sem málefnið varðar.

Hægt er að boða komu sína á fundinn á Fésbókinni.