Skip to main content
Fréttir

Ljóð eftir Hallgrím Björgvinsson

By júní 3, 2016No Comments

Árið 1991 var gefin út lítil ljóðabók í Höfðaskóla á Skagaströnd höfundar voru 10 bekkingar. Hallgrímur Björgvinsson var einn höfunda og þykir okkur Hugaraflsmönnum vænt um að birta tvö af hans ljóðum hér.

Líkt og lítill drengur í dimmum skógi
geng ég gegnum þetta dimma skeið sem kallast
líf
allt er svo kallt
lífið hræðir mig
eins og óður hundur
í eyðimörk
rása ég um villtur
í leit að lækningu
ég er ekki hræddur við að deyja
ég er hræddur við lífið.

Aldrei segja.
Hei þú þarna litli.
Lítið fólk er hættulegt.
Hættulegt.
Já, það herðist við stríðnina
og örin á sálinni gróa seint.
Það verður ákveðið í að hefna sín.
Það reynir allt sitt líf
að komast áfram
að verða einhver
að fá mynd af sér í blöðin
þegar þau hafa fengið næg völd
þá hefst leitin
úr djúpi hugans
rykugur listinn dregin upp
og þeir sem hæddu þau
fá borgað fyrir hugsunarleysi sitt. (lítið bara á Hitler)
Ort vorið 1991.