Skip to main content
FréttirKlikkið

Klikkið – Varðandi stöðu Hugarafls og Geðheilsu Eftirfylgdar

By febrúar 26, 2018mars 7th, 2018No Comments

Í þessum þætti Klikks­ins spjallar Auður Axels­dóttir við for­mann Hug­arafls Mál­fríði Hrund Ein­ars­dóttur og Krist­inn Heiðar Fjöln­is­son Hug­arafls­mann. Þau ræða stöðu GET og Hug­arafls sem er væg­ast sagt erfið þar sem leggja á niður GET sem er geðteymi innan heilsu­gæsl­unnar og hefur í sam­starfi við Hug­ar­afl sinnt öfl­ugri sam­fé­lags­geð­þjón­ustu í 15 ár. Þegar GET verður lagt niður er starf­semi Hug­arafls í upp­námi og mun m.a. skorta hús­næði fyrir starfs­sem­ina. Í vik­unni átti Hug­ar­afl fund með Vel­ferð­ar­nefnd Alþing­is. Í Klikk­inu ræða þau fund­inn, stöð­una sem upp er komin og hvernig svona fram­kvæmd er á skjön við alla stefnu­mót­un. Þau fara vítt og breitt, endi­lega hlustið og fáið víð­tækar upp­lýs­ingar um mál­ið.