Skip to main content
FréttirKlikkið

Klikkið – Raunverulegur bati, orðalag og reynsla

By febrúar 13, 2018No Comments

Í þessum fyrsta þætti ann­arrar þáttar­aðar Klikks­ins mun Svava Arn­ar­dóttir Iðju­þjálfi og Hug­arafls­kona, taka við­tal við Daniel Fis­her geð­lækni með lif­aða reynslu af geð­klofa. Spjall þeirra fer um víðan völl en þau taka fyrir geð­heil­brigð­is­mál hér­lendis sem og í Banda­ríkj­un­um. Daniel Fis­her er geð­læknir frá Harvard Med­ical háskól­an­­um. Hann er einn af fáum geð­læknum í heim­inum sem talar opin­ber­­lega um reynslu sína af geð­­sjúk­­dóm­­um. Hann hefur þrisvar áður komið til Íslands með fyr­ir­­lestra og vinn­u­smiðjur á vegum Hug­­arafls, en þær fjöll­uðu um hug­­mynda­fræð­ina á bak­við Bata­mód­el­ið, þ.e. PACE mód­elið (Per­sonal Assistance in Comm­unity Existence) sem byggir á vald­efl­ingu (e. empowerment). Síð­­­ast kom Fis­her til lands­ins með nám­­skeið í eCPR – and­­legt hjarta­hnoð höfum við kosið að kalla það á íslensku – en það er lýð­heilsu­­kennsla fyrir alla, þróuð til að kenna fólki að hjálpa öðrum í gegnum til­­f­inn­an­­lega krís­u.Fis­her er fram­­kvæmda­­stjóri National Empowerment Center í Boston. Hann fer víða um heim og ræðir reynslu sína auk þess sem hann hjálpar til að inn­­­leiða bata­hug­­mynda­fræð­i. Svava er braut­ryðj­andi í því að móta nýtt starf hjá Hug­ar­afli sem byggir á end­ur­hæf­ingu og vald­efl­ingu. Hún er með hóp­starf og vinnur að mik­il­vægum verk­efnum með ungu fólki. Áður en hún hóf störf hjá Hug­ar­afli var hún not­andi Hug­arafls og hefur náð ótrú­legum árangri í bata. Hún útskrif­að­ist úr Iðju­þjálfun við Háskól­ann á Akur­eyri og skrif­aði loka­rit­gerð sína um bata­hvetj­andi með­ferð­ar­að­ila.