Skip to main content
FréttirKlikkið

Klikkið – Hugarafl 17 ára

By júní 6, 2020júní 25th, 2020No Comments

Í Klikkinu þessa vikuna ræddu Auður Axelsdóttir og Málfríður Hrund Einarsdóttir tímamót hjá Hugarafli, en samtökin eiga 17 ára afmæli 5. júní 2020. Þær fóru yfir söguna frá stofnun Hugarafls, ræddu áherslurnar, valdeflingar-hugmyndafræðina, batanálgun, baráttuna og árangurinn.

Þær minntust einnig stofnenda og frumkvöðla Hugarafls; Garðars Jónassonar, Ragnhildar Bragadóttur og Hallgríms Björgvinsson, sem eru farin úr þessari tilvist, en þau ásamt Jóni Ara Arasonar stofnuðu Hugarafl árið 2003. Hugarafl er stofnað í Grasagarðinum þennan dag árið 2003 með breytingar í geðheilbrigðiskerfinu að markmiði. Þær fara yfir verkefnin og baráttuna og telja báðar að þær geti verið stoltar af „dagsverkinu“ ásamt öllum þeim sem hafa komið að samtökunum og starfað með þeim.

Í samtali Auðar og Fríðu kemur fram að það er margt óunnið enn og það þarf alltaf að vera á „vaktinni“ til að halda hugmyndafræði valdeflingar og batanálgunar á lofti. Þrátt fyrir að tekist hafi að innleiða þessi hugtök í íslensku samfélagi er alltaf hætta á að þau séu í raun misskilin og stofnanavædd.