Skip to main content
Fréttir

Í ljósi aðstæðna.

By júlí 31, 2020No Comments

Héldum fund í Lágmúlanum kl.13:00 í ljósi aðstæðna v.Covid og horfðum einnig á beina útsendingu kl.14:00. Niðurstöður eftir daginn í dag: Á þriðjudag ætlum við að hittast aftur kl.13:00 og sjá hvað við gerum þessa vikuna. Í framhaldi tökum við nýja stöðu í viku hverri. Við viljum taka okkur smá andrými um helgina og endurmeta stöðuna á þriðjudag. Það er ljóst að við getum ekki tryggt 2m fjarlægð í alrými og upp hefur komið að við myndum öll nota andlitsgrímur til að geta komið saman. Einnig hyggjumst við raða stólum þannig að 2m séu á milli þeirra.

Við munum hafa einnota grímur til taks á mánudag sem þið getið notað.

Ljóst er þó að þessar ráðstafanir eru ekki algild trygging og þeir sem eru í áhættuhópi verða að meta stöðuna hverju sinni fyrir sig.

Stærstu dagskrár liðir í Lágmúlanum geta augljóslega ekki gengið nema að við séum með grímur og tryggjum rétta fjarlægð.

Einnig er uppi hugmynd um að hafa einhverja dagskrá á Zoom en við gefum okkur næstu viku til að ákveða það.

Húsnæðið í Lágmúla var þrifið af miklum myndarskap í gær og auðvitað eru hanskar og spritt aðgengilegt um allt hús. Það er þrifið eftir lok hvers fundar og í lok hvers dags. Sjálfboðaliðar og starfsfólk huga vel að öllu og standa sig frábærlega til að tryggja öryggi okkar allra eins vel og kostur er.

Beinum því til ykkar allra að passa hreinlæti, handþvott og sprittun og taka tillit til samferðamanna okkar. Eins þurfum við að sýna aðgát og umhyggju alla daga. Það er áskorun framundan og við skulum styðja hvort annað eins og við getum best.❤️