Samfélagsleg geðþjónusta

Einstaklingsmiðuð nálgun

Hugarafl er starfrækt fyrir alla þá sem hafa gengið í gegnum andlegar áskoranir og aðstandendur þeirra. Hjá Hugarafli er einstaklingnum veittur stuðningur við að ná bata og stjórn á eigin lífi með einstaklingsmiðaðari nálgun. Sérstaða Hugarafls er persónuleg nálgun og samstarf fagfólks og notenda geðheilbrigðisþjónustunnar á jafningjagrunni. Notendur í Hugarafli móta eigin endurhæfingu og veita öðrum stuðning sem eru í svipuðu ferli. Kjarni starfs Hugarafls er þekking og reynsla notenda og fagfólks, verkefni og hugsjónabarátta.

Markmið Hugarafls eru:

  • Hafa áhrif á íslenskt geðheilbrigðiskerfi
  • Útrýma fordómum
  • Efla þekkingu um bata og bataferli
  • Auka mannréttindi fólks með geðraskanir og stuðla að breidd í þjónustu við fólk með geðraskanir
  • Efla samstarf notenda og fagfólks
  • Vera sýnileg í gegnum ýmiskonar verkefni og almennri þátttöku í samfélagsumræðu

Valdefling og batamódelið

Markviss tæki notuð til að efla starfið og einstaklinginn. Hópurinn virkar sem forvörn, uppbygging í bataferli og notendastýrð starfsendurhæfing.

Frelsi

Fjölbreyttir valmöguleikar auka tækifæri og frelsi hvers og eins til að ná bata og auka samfélagsþátttöku.

Bati

Bati á sér stað þegar fólk getur búið við lífsgæði hvort sem geðræn veikindi eru til staðar eða ekki.

Valdefling

Valdefling er einstaklingsmiðað batahvetjandi kerfi, byggt á trausti og virðingu, og mótað af notanda í samvinnu við fagmenn.

Fagfólk og notendur starfa saman á jafningjagrunni og taka sameiginlegar ákvarðanir.

 Valdefling felur í sér:

1.    Að hafa vald til að taka ákvarðanir.
2.    Að hafa aðgang að upplýsingum og úrræðum.
3.    Að hafa næga valkosti (ekki bara já/nei, annað hvort/eða).
4.    Að efla ákveðni
5.    Að vekja væntingar um að einstaklingurinn geti haft áhrif (að vera vongóður).
6.    Að læra að hugsa á gagnrýninn hátt, að komast upp úr hjólförunum, að sjá hluti á annan hátt, t.d.

  • Að læra að endurskilgreina hver við erum (að tala með eigin rödd).
  • Að læra að endurskilgreina hvað við getum gert.
  • Að læra að endurskilgreina sambönd okkar við stofnanavöld.

7.    Að læra um reiði og láta hana í ljósi.
8.    Að finnast maður ekki vera einn, finnast maður vera hluti af hópi.
9.    Að skilja að fólk hefur réttindi.
10.    Að hafa áhrif á breytingar í eigin lífi og eigin samfélagi.
11.    Að tileinka sér nýja hæfileika sem einstaklingurinn telur mikilvæga (t.d. í samskiptum).
12.    Að breyta skynjun annarra á eigin hæfni og getu til athafna.
13.    Að koma út úr skápnum.
14.    Að einstaklingurinn stuðli sjálfur að viðvarandi þroska og breytingum.
15.    Að efla jákvæða sjálfsmynd og vinna bug á fordómum.