Fréttir

Hugarafl opnar í nýju húsnæði 10.maí 2019 kl.14:00, allir velkomnir!!

By maí 7, 2019 No Comments

Kæru vinir!!

Við í Hugarafli bjóðum ykkur að fagna með okkur á gleðilegum tímamótum félagsins.

Barátta okkar undanfarin tvö ár hefur skilað þeim merka áfanga að á haustdögum var gerður nýr samningur um starfssemi Hugarafls við félags-og barnamálaráðherrra, Ásmund Einar Daðason sem gefur okkur von um bjarta framtíð en hann mun heiðra okkur með nærveru sinni þennan dag.

Nýlega fluttum við í nýtt og fallegt húsnæði í Lágmúla 9, 6.hæð, inngangur frá Háaleitisbraut. Húsnæðið verður formlega opnað föstudaginn 10.maí kl.14:00 og okkur þætti afar vænt um að njóta nærveru ykkar í gleðinni. Boðið verður uppá skemmtilega dagskrá sem hefst tímanlega, flutt verða stutt erindi og ljúfir tónar, Unghugar verða á staðnum, afurð alþjóðlegra verkefna verður kynnt og fleira. Dásamlegar veitingar verða á boðstólnum og fallega húsnæðið okkar tekur vel á móti þér.

Gefinn hefur verið út kynningarbæklingur í tilefni af tímamótunum sem verður birtur þennan dag

Áfanginn hefði ekki náðst án ykkar stuðnings og við í Hugarafli viljum þakka fyrir frábært samstarf.

Hlökkum til áframhaldandi samvinnu um valdeflandi samfélagsgeðþjónustu og fjölbreytni opinna úrræða fyrir alla landsmenn. Hugarafl mun áfram beyta sér fyrir breytingum á íslensku geðheilbrigðiskerfi og efla batahvetjandi þjónustu með notendasýn að leiðarljósi.

Með vinsemd og virðingu;

Skemmtinefndin