Fréttir

Hugarafl er flutt í Lágmúla 9

By mars 24, 2019 No Comments

Frá og með 25. mars mun starfsemi Hugarafls verða á 6. hæð í Lágmúla 9 (sama bygging og Nova).  Inngangur er á hlið byggingar og snýr út að Háaleitisbraut.  Lyfta er á vinstri hönd þegar komið er inn í andyri á jarðhæð.  Bílastæði eru fyrir framan Nova í Lágmúlanum.  Strætó nr. 4 og 11 stöðva í 20 til 50 metra fjarlægð frá inngangnum.

Það voru margar hendur sem hjálpuðust að við flutningana og vill Hugaraflsfólk þakka öllum sem hafa komið að því að standsetja nýja húsnæðið okkar og aðstoða okkur við flutninga.

Verið er að uppfæra nýja heimilisfangið á Facebook og Google maps en það tekur að jafnaði nokkra daga að fá slíkar breytingar samþykktar.

Hugaraflsfólk er enn að taka upp úr kössum og reikna má með einhverri röskun á starfseminni næstu tvær vikur á meðan við komum okkur endanlega fyrir á nýjum stað.  Annars er um að gera að kíkja á okkur á nýja staðnum og fagna með okkur þessum merka áfanga í starfi samtakanna.