FréttirMyndbönd

Hugarafl er ekki eyland

Hugaraflsfólk er innilega þakklátt fyrir marga frábæra bakhjarla sem við eigum um allan heim. Þvílík verðmæti að fá þessi skilaboð! Endilega hlustið á ummæli og hvatningu samstarfsaðila okkar víðs vegar að sem hafa unnið með okkur í Erasmus+ verkefni. Erlend samstarfsverkefni m.a. á vegum Erasmus+ hafa gefið fjölmörgum notendum tækifæri til að gefa af sér í fjölbreyttum verkefnum.

Líkt og hér heima eru engir sem skilja hvers vegna starfsemi Hugarafls er ekki metin að verðleikum af ráðamönnum og yfirmönnum heilbrigðismála á Íslandi. Sennilega má tengja þá staðreynd við skilningsleysi heilbrigðiskerfisins á félagslegum þáttum og undirlyggjandi fordómum sem gjarnan fylgja geðrænum vandamálum.

Slíka fordóma er ekki að finna í sama magni hjá þeim sem byggja sitt starf á að ná tengingu við einstaklinga, með hópastarfi og horfa þá frekar á styrkleika en veikleikana. Sú nálgun virkar nefnilega alls staðar og hjá öllum! Og þess vegna hafa erlendir samstarfsaðilar verið Hugarafli svo mikilvægir á undanförnum árum.