Skip to main content
Fréttir

Hlustaðu hópurinn fundar með félags- og barnamálaráðherra

Í gær fór fríður hópur Hugaraflsfélaga á fund með Ásmundi Einari Daðasyni félags- og barnamálaráðherra (Félagsmálaráðuneytið). Fundurinn var í kjölfar stefnumótandi tillagna okkar um sjálfsvígsforvarnir byggðar á persónulegri reynslu af sjálfsskaða, sjálfsvígshugsunum og/eða sjálfsvígstilraunum.

Við erum þakklát fyrir að starfsemi grasrótarsamtaka sé metin að verðleikum og þykir vænt um stuðninginn. Við vorum sérstaklega spennt að deila með Ásmundi hugmynd okkar að skjólhúsi reknu af fólki með persónulega reynslu af andlegum áskorunum. Í skjólhúsið væri hægt að leita þegar einstaklingum líður það illa að þau telji sig ekki geta verið heima hjá sér, en þætti gott að vera í heimilislegu umhverfi með jafningjum, stuðningsríku samtali, rými fyrir alls kyns tilfinningar, virðingu og sjálfræði.

Sjá meira um Hlustaðu hópinn hér og stefnumótandi tillögur þeirra:

Stefnumótandi tillögur ungs fólks um sjálfsvígsforvarnir