Skip to main content
FjarfundirFréttir

Hlaupa fyrir Hugarafl

Mikið erum við í Hugaraflinu lánsöm að eiga „hauka í horni“ sem hugsa hlýtt til samtakanna og spretta úr spori fyrir okkur. Takk kærlega Trausti Gylfason, framlag þitt er mikils virði og hvatningin ómetanleg❤️
Trausti hljóp fyrir hönd Hugarafls á sunnudaginn síðastliðinn, en margir hlauparar munu fara sína hlaupaleið til þess að styrkja sitt góðgerðarfélag.

Pistill sem Trausti deildi á facebook á sunnudaginn:

Í morgun hljóp ég tæpa 10km. í EKKI Reykjavíkurmaraþoni! Tíminn var ekkert sérstakur enda maðurinn kominn á miðjan sextugsaldurinn. Þegar ég hef hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu þá hef ég hvatt vini mína til að styrkja Hugarafl en Hugarafl er starfrækt fyrir alla þá sem hafa gengið í gegnum andlegar áskoranir og aðstandendur þeirra. Ég veit að þetta félag hefur reynst stórfjölskyldu minni vel. Mig langar að hvetja þá sem langa að styrkja Hugarafl hvort sem ég hef sprett úr spori eða ekki 

Hugarafl er starfrækt fyrir alla þá sem hafa gengið í gegnum andlegar áskoranir og aðstandendur þeirra