Síðast liðin sunnudag hófst Hand in Hand, sjö daga námskeið skipulagt af Hugarafli og fjármagnað í gegnum Erasmus+.

Námskeiðið verður í þessum fallega skála í Ölveri og þátttakendur verða frá geðheilbrigðissamtökum frá Rúmeníu, Danmörku, Ungverjalandi, Eistlandi og Íslandi.

Í farangrinum okkar eru óformlegar námsaðferðir, sköpunargáfa og forvitni. Við erum tilbúin til að skiptast á sjónarhornum, hugmyndum og aðferðum tengdum félagslegri þátttöku ungs fólks sem tekst á við andlegar áskoranir.

Bíðið spennt eftir frekari upplýsingum, við eigum eftir að segja nánar frá þessu síðar!


Skálinn í Ölveri