Fréttir

„Hallgrímur-maður eins og ég“ verður sýnd á kvikmyndahátíðinni; Mad film festival!

By júlí 8, 2014 No Comments

Halli

Heimildamyndin „Hallgrímur-maður eins og ég“ er ein þeirra mynda sem sýnd verður á kvikmyndahátíðinni, Mad Film Festival, í Arlington US dagana 9-12.október 2014. Hugaraflsmenn eru að vonum glaðir og stoltir með þennan viðburð. Sama má segja um framleiðendur myndarinnar, Eirík Guðmundsson og Jón Egil Bergþórsson. Við hjá Hugarafli munum að sjálfsögðu „fylgja okkar manni“ og þykir heiður að því að myndin er að ná aukinni athygli erlendis. Þess má geta að undanfarin ár hefur myndin um Hallgrím verið nýtt til kennslu í Boston University og nýlega var myndin þýdd á ungversku af þarlendum mannréttindasamtökum. Hvetjum lesendur til að fara inn á heimasíðu kvikmyndahátíðarinnar http://madinamericainternationalfilmfestival.com/ og sjá þar stutt klipp frá þeim myndum sem sýndar verða á hátíðinni.
Mad in America’s International Film Festival announcement
Mad in America’s International Film Festival flyer