Skip to main content
Fréttir

Græðandi raddir í Bíó Paradís

By október 17, 2016No Comments
Mynd: Kristinn H

Oryx Cohen einn af framleiðendum svaraði spurningum eftir sýningu.

Föstudaginn 14. október lauk Hugarafl dagskrá Alþjóða geðheilbrigðisdasins 2016 með sýningu á heimildarmyndinni „Healing Vocies“ í Bíó Paradís. Myndin segir frá reynslu þriggja einstaklinga sem eru notendur geðheilbrigðiskerfisins í Bandaríkjunum og er tekinn yfir 5 ára tímabil. Þar geina þau Oryx, Jen og Dan ítarlega frá reynslu sinni af að heyra raddir í tengslum við „andleg veikindi“ og hafa tekist á við sín „veikindi“ á óhefðbundinn hátt sem samræmist ekki læknisfræðilega módelinu eins og það er í dag

Sú hugmyndafræði sem birtist í myndinni er höfð í heiðri í allri starfsemi Hugarafls, þ.e. að bati hvers og eins er einstaklingsbundið ferli og þarf hver og einn að vera upplýstur um mismunandi leiðir að bata og ver virkur þátttakandi í allri ákvarðanatöku.

Að sýningu lokinni fór fram umræða og fyrirspurnir til framleiðanda myndarinnar sem staddur var á landinu í tengslum við sýninguna.  Almenn ánægja var meðal sýningargesta og ljóst að myndin vakti upp margar spurningar á málefninu.

Mynd: Kristinn H.

Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls og Auður Axelsdóttir, forstöðumaður Geðheilsumiðstöðvar innan Heilsugæslunnar og Hugaraflskona.