Skip to main content
Fréttir

Gjöf barst Hugarafli!

By júní 7, 2016No Comments

Lionsklúbbur ReykjavíkurLionsklúbbur Reykjavíkur færði á dögunum Hugarafli 1.miljón króna að gjöf. Þessi stóra gjöf er ómetanleg fyrir starfið okkar og sömuleiðis hvatning og mikilvæg viðurkenning. Okkur Hugaraflsmönnum „blæs í brjóst“ og erum afar þakklát.
Á viðurkenningarskjali stendur: „Lionsklúbbur Reykjavíkur veitir Hugarafli viðurkenningu að verðmæti 1.00.000 kr. sem þakklætisvott fyrir framúrskarandi störf við að þjónusta fólk með geðraskanir“.
Tekið var á móti þeim félögum með kaffi og meðlæti og áttum við góða stund. Tekin var mynd af Lionsmönnum og þeim Hugarafslmönnum sem tóku á móti gjöfinni.
Myndin: Í aftari röð eru félagar Lionsklúbbs Reykjavíkur í líknarnefndinni; þeir Einar Þorkelsson Kristján Óskarsson, Atli Elvar Atlason og Hrafn Magnússon. Þá koma Guðfinna Kristjánsdóttir, stjórnarmaður í Hugarafli og Fjóla Kristín Ólafsdóttir, varamaður í stjórn. Í fremri röð eru Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, Ragnar Ólafsson, þáverandi formaður Lionsklúbbsins, Auður Axelsdóttir, forstöðumaður Geðheilsu-eftirfylgdar og í stjórn Hugarafls, Sigurborg Sveinsdóttir, stjórnarmaður Hugarafls og Eysteinn Sölvi Guðmundsson, formaður Unghuga og stjórnarmaður í Hugarafli.