Skip to main content
Fréttir

Geðrask­arn­ir helsta or­sök ör­orku

By júní 23, 2014No Comments

Copy of Myndir af vél í ágúst 2011 025
Inn­lent | mbl | 23.6.2014 | 15:18 | Upp­fært 15:43
Kertaf­leyt­ing á Reykja­vík­urtjörn í til­efni Alþjóðlega geðvernd­ar­dags­ins. Geðrask­an­ir eru helsta or­sök ör­orku á Íslandi. mbl.is/Þ​or­vald­ur Örn Krist­munds­son

Á síðasta ári var 17.121 Íslend­ing­ur skráður með 75% ör­orkumat hjá Trygg­inga­stofn­un. Geðrask­an­ir voru al­geng­asta fyrsta or­sök ör­orku, hjá tæp­lega 38% ein­stak­linga. Það er aukn­ing, því árið 2003 var hlut­fallið 35%. Stoðkerf­is­sjúk­dóm­ar voru önn­ur al­geng­asta or­sök ör­orku.

Þetta kem­ur fram í Árs­skýrslu Trygg­inga­stofn­un­ar 2013, sem kom út í dag og er aðgengi­leg á net­inu.
Fleiri kon­ur en karl­ar

Fleiri kon­ur en karl­ar eru með gilt ör­orkumat, 10.220 kon­ur á móti 6.901 karli. Mun­ur var einnig á dreif­ingu sjúk­dóma­flokka eft­ir kynj­un­um, því hjá körl­um voru geðrask­an­ir stærsti flokk­ur­inn, en stoðkerf­is­sjúk­dóm­ar hjá kon­um.

Einnig var mun­ur á sjúk­dóma­flokk­um eft­ir ald­urs­bil­um. Meðal ungs fólks und­ir 30 ára voru 1.566 ein­stak­ling­ar með ör­orkumat og kynja­hlut­föll­in nokkuð jöfn, 56% karl­ar og 44% kon­ur. Geðrask­an­ir voru al­geng­asta or­sök ör­orku í þess­um ald­urs­hópi, 70% hjá körl­um und­ir 30 ára og 57% hjá kon­um.

Á aldr­in­um 30-49 ára voru alls 5.837 ein­stak­ling­ar með gilt ör­orkumat á síðasta ári. Kynja­hlut­föll­in voru 38,2% karl­ar og 61,8% kon­ur. Rúm­ur helm­ing­ur karla var með ör­orku vegna geðrask­ana, en 43% kvenna.

Í ald­urs­hópn­um 50 ára og eldri voru stoðkerf­is­sjúk­dóm­ar helsta or­sök ör­orku hjá kon­um en geðrask­an­ir hjá körl­um. Meðal eldra fólks eru tals­vert fleiri kon­ur með gilt ör­orkumat, 60,8%, en 30,2% karl­ar.

Sjá einnig: Fimmti hver Íslend­ing­ur fékk greitt frá TM