Skip to main content
Fræðsla um geðheilbrigði í 15 ár

Notendur hafa sögu að segja

Með Geðfræðslu Hugarafls er stuðlað að aukinni þekkingu hjá ungmennum í 9. og 10. bekk grunnskóla. Þá fara tveir einstaklingar úr Hugarafli í skólana og fræða ungmenni um reynslu sína, batann, bjargráð og hvað sé mikilvægt að gera ef andlegar áskoranir eiga sér stað. Einnig er bent á hvar megi leita stuðnings í umhverfinu.

Það hefur sýnt sig í þessu verkefni að fordómar hjá ungu fólki snarminnka við þessar kynningar og einstaklingar fá mikilvæg svör við spurningum sem aldrei hefur verið þor til að spyrja. Þar með getur þetta unga fólk brugðist við og unnið í eigin vanda eða annarra, oft vanda sem hefur ekki komið uppá yfirborðið áður heldur verið lifað með í þögn og hræðslu.

Hugarafl fer einnig í framhaldsskóla með fræðslu eftir eftirspurn auk þess sem farið er á þjónustumiðstöðvar Reykjavíkur og veitt fræðsla til fagfólks.  Fræðsla er einnig veitt í starfstengdu námi eins og í Fjölbrautarskólanum við Ármúla og hjá Mími. 

Þess má geta að einnig sinna aðrir aðilar öflugri geðfræðslu sem byggir á reynslu notenda, á norðurlandi. Notendur frá Grófinni Akureyri deila reynslu sinni á svipaðan hátt og hér er greint frá.

Geðfræðslan er leið Hugarafls til þess að koma með aðra nálgun að fræðslu unglinga um geðheilbrigði, með áherslu á að draga úr fordómum.

Sýn út fyrir boxið

Fjóla Kristín Ólafardóttir, verkefnastjóri geðfræðslu Hugarafls

BÓKA GEÐFRÆÐSLU

Netfang: gedfraedslan@hugarafl.is

Sími: 4141550

Umsjón persónuverndarvalkosta

Afar Nauð

Vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið starfi eðlilega.

#
sc_anonymous_id, WIDGET::local::assignments

Markaðssetning

Notaðu vafrakökur til að nýta þér markaðssetningarreynslu þína til hins ýtrasta og lesa veraldarvefinn. Allar fyrirætlanir eru að mestu leyti viðeigandi fyrir hvern einstakling og eru jafnframt viðeigandi valkostir fyrir hvern ritstjóra vefseturs og aðra.

#
GPS, PREF, VISITOR_INFO1_LIVE, YSC, yt.innertube::nextId, yt.innertube::requests, yt-player-bandwidth, yt-player-two-stage-token, yt-remote-cast-installed, yt-remote-connected-devices, yt-remote-device-id, yt-remote-fast-check-period, yt-remote-session-app, yt-remote-session-name
IDE, test_cookie
UID, UIDR,

Synleg Frammistöðu

Vafrakökurnar eru notaðar til að fylgjast með notendasamskiptum og skynja þegar hugsanleg vandkvæði koma upp. Þær hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar með því að láta í té greiningargögn um hvernig notendur nota þetta vefsetur.