Fræðsla um geðheilbrigði í 11 ár

Notendur hafa sögu að segja

Með Geðfræðslu Hugarafls er stuðlað að aukinni þekkingu hjá ungmennum í 9. og 10. bekk grunnskóla og einnig í framhaldsskólum. Þá fara tveir einstaklingar í Hugarafli og fræða ungmenni um reynslu sína, batann, bjargráð og hvað sé mililvægt að gera ef geðrænir erfiðleikar eiga sér stað og hvar megi leita stuðnings í umhverfinu.

Það hefur sýnt sig í þessu verkefni að fordómar hjá ungu fólki snarminnka og einstaklingar fá mikilvæg svör sem aldrei hefur verið þor til að leita skýringa áður og geta þannig unnið í eigin vanda eða annarra, sem oft hefur ekki komið uppá yfirborðið áður.

Hugarafl fer einnig í framhaldsskóla með fræðslu samkvæmt eftirspurn, farið er á þjónustumiðstöðvar Reykjavíkur og veitt fræðsla til fagfólks.  Fræðsla er einnig veitt í starfstengdu námi eins og í Fjölbrautarskóla Ármúla og hjá Mími. Svo fátt eitt sé nefnt.

Þess má geta að einnig sinna aðilar öflugri geðfræðslu sem byggir á reynslu notenda, á norðurlandi. Notendur frá Grófinni Akureyri, deila reynslu sinni á svipaðan hátt og hér er greint frá.

Geðfræðslan er leið Hugarafls til þess að koma með aðra nálgun að fræðslu unglinga um geðheilbrigði, með áherslu á að draga úr fordómum.

Sýn út fyrir boxið

Fjóla Kristín Ólafardóttir, verkefnastjóri geðfræðslu Hugarafls

BÓKA GEÐFRÆÐSLU

Netfang: gedfraedslan@hugarafl.is

Sími: 4141550