Skip to main content
Geðheilbrigðismál

Fyrirlestur um eitthvað fallegt snýr aftur í Tjarnarbíó

By september 11, 2017No Comments

Leikverkið Fyrirlestur um eitthvað fallegt var frumsýnt vorið 2017 í Tjarnarbíó, við frábærar undirtektir. Verkið fjallar á gamansaman hátt um málefni sem alltof margir þekkja vel í dag, nefnilega kvíða. Vegna þeirra jákvæðu móttaka sem verkið fékk hjá áhorfendum og áskorunum um að sýna það áfram snýr Smartílab aftur í Tjarnarbíó haustið 2017 með fleiri sýningar.

Endurfrumsýning fer fram 15. september kl. 20:30.

Aðrar sýningar:
Föstudagur 15. sept. kl. 20:30
Sunnudagur 24. sept. kl. 20:30
Fimmtudagur 5. okt. kl. 20:30
Þriðjudagur 10. okt. kl. 20:30 – sérstök sýning í tilefni af alþjóðlega
geðheilbrigðisdeginum, umræður eftir sýningu
Laugardagur 14. okt. kl. 20:30

Miðasala á tix.is.

Hugarafl hvetur alla til þess að fara og sjá þessa frábæru sýningu hjá leikhópnum.

Fyrirlesturinn Kynning haust 2017