Skip to main content
Greinar

Fjóla Kristín: „Með unglingsárunum lærði ég að bæla tilfiningar með mat“

By febrúar 17, 2016No Comments

12620913_1731411767078622_2105417729_o

Eftirfarandi grein eftir Fjólu er að finna inn á motivation.is.  Fjóla hefur verið öflugur meðlimur í Hugarafli og á mikið hrós skilið fyrir sína hreinskilni og kraft sem fylgir henni hvar sem hún fer.

Mín offitu saga byrjar þegar ég fæddist, var með latann skjaldkirtil, ristillinn hægvirkur og hef alltaf þurft aðstoð með meltinguna. Ég lenti í mörgum áföllum þegar ég var ung sem byggði með sér svo kallaða áfallastreituröskun, sem í mínu tilviki er afgerandi í þunglyndi. Ég hef alltaf verið of stór og var mjög feit sem barn og eithvernveginn var alltaf bara horft á mig og sagt mér að fara í megrun eða byrja hreyfa mig. Prufaði fyrst herbalife shake þegar ég var aðeins 9 ára gömul. Með unglyngsárunum lærði ég að bæla tilfiningar með mat. Ég prufaði allskonar megranir og öfgar sem virkuðu takmarkað bæði vegna líkamlega og andlega veikinda, svo áður en ég vissi af var ég orðin 138 kg, með mbi stuðul rétt undir heavy obese.  Í janúar 2013 fékk ég það tækifæri að fara til Birmingham í Englandi í magabands aðgerð sem er framkvæmd af Auðun Sigurðsyni á Íslandi í dag, og má seigja að sú aðgerð bjargaði lífi mínu. Þennan dag var mér alveg sama hvort ég myndi lifa þetta af eða hvað, ég bara bað svæfingarlæknirinn minn um að svæfa mig strax vildi bara drífa þetta af.

12633211_1731411773745288_69012333_oNú hugsa kanski margir… „ já hún fór bara í magabands aðgerð og lét það gera alla vinnuna fyrir sig“….. Þvert á móti, ég hafði fyrir þessu, ég hef gjörsamlega þurft að ala mig upp uppá nýtt,, læra að nálgast mat á réttann hátt, fór að horfa á mat sem fitu kolvetni prótein en ekki eithvað sem ég þráði en hafði engan vegin góð áhrif á mig. Með magabandinu er ætlast til þess að maður missir 50-70% af heildarþyngd sem þú þarft að missa, ég tók mig til og misti 100% af yfirþyngd samtals 60 kg. Fljótlega eftir aðgerð fór ég að lyfta hef mikinn áhuga á kraftlyftingum og Einar Kristjánsson einkaþjálfari hefur séð um mig síðan ég byrjaði aftur að lyfta og er núna í programmi frá honum sem heitir Alpha Girls, mjög hardcore og skemmtilegt. Í dag er ég að glíma við ýmiss vandamál, það sagði manni enginn að þetta yrði eithvað auðvelt, en það er þess virði! Að komast í diesel gallabuxur í fyrsta skiptið á ævinni er geðveikt, að passa í flugvéla og bíósæti er líka geðveikt, en fyrst og fremst er það allra besta að vera komin úr obese, úr öllum þessum áhættuflokkum sem fylgir því að vera í yfirþyngd. Í dag tek ég eitt skref í einu og er að kynnast sjálfri mér og venjast sjálfri mér í þessum nýja líkama, gera allt sem ég get til að hjálpa húðinni að ná sér til baka, og læra að elska sjálfa mig eins og ég er.

12620555_1731411770411955_731035114_o

Það ráð sem ég myndi gefa öllum núna er:

Því fyrr sem maður byrjar að vera heiðarlegur við sjálfan sig, bæði með mat og hegðun, því fyrr fer eithvað að gerast. Leitaðu þér hjálpar ef þú getur þetta ekki ein/n, farðu í blóðprufu athugaðu með vítamín, skjaldkirtilinn og að efnaskiptin séu rétt, fáðu ráðgjöf hjá einkaþjálfurum eða öðrum fagaðillum, seigðu frá, lærðu að elska sjálfa þig eins og þú ert akkúrat núna ekki eftir 2 kg eða 5kg heldur NÚNA!