Skip to main content
FréttirGreinar

„Ekki talað við okk­ur“

By apríl 11, 2018No Comments

„Við upp­lif­um að það sé ekki talað við okk­ur,“ seg­ir Mál­fríður Hrund Ein­ars­dótt­ir, formaður Hug­arafls. Sam­tök­in stóðu fyr­ir fjöl­menn­um mót­mæl­um við Vel­ferðarráðuneytið í dag til að hvetja stjórn­völd til að tryggja framtíð Hug­arafls. Mót­mæl­in voru þögul en það er ljóst að fólk á mikið und­ir starf­inu.

„Mér finnst Hug­arafl það besta sem fyr­ir­finnst í ís­lenskri geðheil­brigðisþjón­ustu í dag og það er verið að stofna lífi þess í hættu,“ seg­ir Páll Ármann sem mætt­ur var til að sýna sam­stöðu með sam­tök­un­um.

Fyr­ir ári síðan var mjög svipuð staða uppi á ten­ingn­um og þá heim­sótt­um við Hug­arafl í Borg­ar­túni áður en farið var að ráðuneyt­inu.

Frétt birtist upphaflega á mbl.is