FjarfundirFréttir

Hugarafl veitir félagsmönnum öfluga þjónustu daglega í gegnum fjarfundarbúnað

By mars 13, 2020 mars 20th, 2020 No Comments

Vegna fyrirmæla Almannavarna og samkomubanns heilbrigðisráðherra verður lokað í húsakynnum Hugarafls frá 16. mars. Lokunin varir í fjórar vikur til að byrja með og svo munum við meta stöðuna.

Við munum nýta tækifærið til að nota fjarfundarbúnað. Virkir Hugaraflsfélagar munu geta setið daglega jafningjahópa í gegnum Zoom. Leiðbeiningar og frekari upplýsingar má finna í lokuðum facebook hópi fyrir Hugaraflsfélaga.

Einstaklingsstuðningur og bókuð samtöl munu fara fram þrátt fyrir lokunina. Fyrirkomulag slíkra samtala er samkomulag milli þeirra aðila (hvort það verði í gegnum Zoom, símtal eða annað).

Munum að hlúa að okkur á þessum tímum, virkja bjargráðin og leita til stuðningsnets okkar. Við minnum á að hægt er að hlusta á hlaðvarpsþætti Hugarafls hugarafl.is/hladvarp/ ef ykkur vantar afþreyingu á komandi vikum.

Kynningarfundir, málþing og aðrir opnir viðburðir á okkar vegum falla niður þar til annað verður tilkynnt. Við munum svara fyrirspurnum sem okkur berast á hugarafl@hugarafl.is og í síma: 414 1550 á dagvinnutíma.