Skip to main content
Fréttir

Auknar sóttvarnir í Hugarafli, frá 5.10.2020

By október 6, 2020No Comments
Kæru vinir!
Við höfum ákveðið í sameiningu að takmarka enn frekar komur fólks í húsnæðið okkar í Lágmúla. Einungis starfsfólk og sjálfboðaliðar sem taka að sér vaktir til að sinna síma og móttöku koma nú í hús, auk einstakra viðtala.
Það magnaða er að við erum nú þegar með kröftuga dagskrá á zoom með ótal jafningjahópum, sjá meðfylgjandi mynd 🥳Verkefnavinnan okkar færist nú aftur að öllu leyti yfir á fjarfundi.
Hugaraflsfólki stendur til boða að sækja um jafningjatengil ef þau finna að þau myndu kjósa aukinn félagslegan stuðning á þessum tímum.
En hvað um nýtt fólk? Við erum enn á fullu að taka á móti nýju fólki í félagið. Ef fólk hefur áhuga á starfseminni og vill taka þátt, þá eru þau beðin um að hringja í s: 414 1550 milli kl. 9-16 á virkum dögum til að bóka kynningarviðtal. Þau viðtöl fara nú einungis fram á zoom. Vinsamlegast komið ekki í húsnæðið í Lágmúla.
Við viljum frekar vanda viðbrögð okkar og passa extra vel upp á okkur öll heldur en að taka einhverjar óþarfa áhættur. Við höldum áfram að vera með magnaða starfsemi á zoom með ótal jafningjahópa, félagsfundi og kröftuga grasrót. Við kunnum inn á þetta og munum komast í gegnum þetta í sameiningu 🤠💚
Myndlýsing ekki til staðar.